Erlent

Kynlífskeppni á herskipi til rannsóknar

Hmas Success á æfingu.
Hmas Success á æfingu.

Áströlsk yfirvöld rannsaka nú skipverja á herskipinu HMAS Success en staðfestur grunur leikur á að skipverjar stundi heldur nýstárlega kynlífskeppni um borð.

Það var fréttastöðin Channel Seven sem sagði fyrst frá rannsókninni en samkvæmt fréttavef BBC þá var eðli leiksins þannig að karlkyns skipverjar settu fé til höfuðs kvenna sem skipverjar sænguðu hjá.

Þannig fengu menn sérstaklega háa fjárhæð ef konan væri lesbía. Hæstu mögulegu verðlaunin væru að sofa hjá lesbíunni á ballskákborði.

Upp komst um athæfi hermannanna þegar skipið var við æfingar við Singapore.

220 hermenn eru um borð í HMAS Succes sem er nú við æfingar í Asíu.

Málið er litið afar alvarlegum augum af áströlskum yfirvöldum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×