Innlent

Bjarni: Þurfum sátt um niðurskurðartillögur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bjarni Benediktsson segir að leið sjálfstæðismanna við tekjuöflun ríkissjóðs geti fært hinu opinbera 100 milljarða. Mynd/ Anton.
Bjarni Benediktsson segir að leið sjálfstæðismanna við tekjuöflun ríkissjóðs geti fært hinu opinbera 100 milljarða. Mynd/ Anton.

Ríkisstjórnin þarf að finna leiðir til þess að skera niður og finna sem breiðasta sátt um niðurskurðartillögurnar, sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í utandagskrárumræðum á Alþingi eftir hádegi í dag.

Bjarni var málshefjandi umræður utan dagskrár um stöðu efnahagsmála í kjölfar vaxtaákvörðunar Seðlabankans í gær. Bjarni sagði að ríkisstjórnin legði til 37 milljarða í auknar skattheimtur á einstaklinga á sama tíma og kaupmáttur héldi áfram að rýrna.

Bjarni sagði að það væri óskynsamlegt að bæta skattahækkunartillögum ofan á efnahagsástandið. Hvatti Bjarni ríkisstjórnina til að skoða hugmyndir sjálfstæðismanna um breytingar á skattlagningu á greiðslur í lífeyrissjóði í stað þess að skattleggja greiðslur úr lífeyrissjóðum. Það myndi skila hinu opinbera 100 milljörðum. Þar af færu 70 milljarðar til ríkis en 30 til 40 milljarðar til sveitarfélaganna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×