Innlent

Segir Guðlaug brjóta trúnað

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þorleifur segir Guðlaug Sverrisson hafa brotið trúnað með ummælum sínum.
Þorleifur segir Guðlaug Sverrisson hafa brotið trúnað með ummælum sínum.
Stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur braut trúnað þegar að hann dró fram upplýsingar um samningaviðræður við Norðurál sem ræddar voru á stjórnarfundi Orkuveitunnar á föstudag fyrir viku, segir Þorleifur Gunnlaugsson, fulltrúi VG, í stjórn Orkuveitunnar.

Guðlaugur Sverrisson, stjórnarformaður Orkuveitunnar, sagði í fréttum Stöðvar 2 á miðvikudagskvöld að Orkuveitan sæi fram á hundruð milljóna króna kostnaðarauka vegna tafa á Helguvíkurverkefninu, óvissu um Suðvesturlínur og orkuskatta sem valdi því að Orkuveitan geti ekki staðfest pöntun á Mitzubishi-aflvélum frá Japan og vildi mæta þeim kostnaði með hærra orkuverði frá Norðuráli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×