Innlent

Mest aukning í dönskum búum

Í fjósinu Þrjú af hverjum fjórum mjólkurbúum heims eru á Indlandi, í Pakistan eða Eþíópíu, en eru mjög lítil.Fréttablaðið/GVA
Í fjósinu Þrjú af hverjum fjórum mjólkurbúum heims eru á Indlandi, í Pakistan eða Eþíópíu, en eru mjög lítil.Fréttablaðið/GVA

Mjólkurframleiðsla hefur hvergi aukist jafnmikið að jafnaði og í dönskum kúabúum, hefur Landssamband kúabænda (LK)eftir nýútkominni skýrslu International Farm Comparison Network.

Í Danmörku jókst framleiðslan að jafnaði um 88.000 lítra á hvert bú, en S-Afríka er í öðru sæti, með 85.000 lítra. „Í skýrslunni er greind staða og þróun mjólkur­framleiðslunnar í 79 löndum heimsins, sem til samans eru með 95 prósent af heimsframleiðslunni,“ segir á vef LK.

Fram kemur að þau tíu lönd þar sem bústærð er mest, framleiði 21 prósent af heildarmagninu, þrátt fyrir að samanlagður fjöldi búa sé einungis 0,1 prósent af heildarfjöldanum. Stærst eru búin á Nýja-Sjálandi en þar er meðalbúið 351 kýr.- óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×