Innlent

Þrjúþúsund minnkar drápust í Skagafirði

Um þrjúþúsund minkar hafa drepist á minkabúinu á Skörðugili í Skagafirði á einni viku.

Um bráðsmitandi pest er að ræða sem orsakast af bakteríu sem algeng er í umhverfinu en verður hættuleg þegar vissar aðstæður skapast eins og mikill raki og stillt veður.

Um fjórtán þúsund minkar voru á minkabúinu fyrir viku, en lyf sem sporna við veikinni hafa ekki verið til á landinu. Von er þó á lyfinu hingað til lands á næstu dögum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×