Enski boltinn

Paul Hart tekinn við QPR

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Paul Hart, stjóri Portsmouth.
Paul Hart, stjóri Portsmouth. Nordic Photos / Getty Images

Paul Hart, fyrrum stjóri Portsmouth, hefur verið ráðinn stjóri enska B-deildarfélagsins QPR en Jim Magilton hætti hjá félaginu í gær.

Hart hætti hjá Portsmouth í síðasta mánuði og mun stýra QPR til loka núverandi leiktíðar.

Heiðar Helguson er á mála hjá QPR en er nú í láni hjá Watford sem leikur í sömu deild. Lánssamningurinn rennur út um mánaðamótin og verður að teljast ólíklegt að Watford hafi efni á að kaupa Heiðar þar sem félagið er sagt á leið í greiðslustöðvun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×