Enski boltinn

Klipptu neglurnar, Hemmi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hermann Hreiðarsson í leiknum um helgina.
Hermann Hreiðarsson í leiknum um helgina. Nordic Photos / Getty Images

Liam Lawrence, leikmaður Stoke, var ekki ánægður með hvað Hermann Hreiðarsson nýtti sér óspart neglurnar sínar til að pirra andstæðinginn í leiknum gegn Portsmouth.

Lawrence lýsir því þannig að Hermann hafi tvívegis í leiknum gripið um háls sinn og grafið neglurnar í sér.

„Við rifumst aðeins um þetta. Hann kleip í hálsinn minn. Ég var ekkert að kippa mér upp við það í fyrra skiptið þó svo að hann hafi verið með nokkuð langar neglur."

„En í seinna skiptið var hann ekkert að halda aftur af sér. Þá varð ég að svara fyrir mig. En þetta er bara eitthvað sem gerist," sagði Lawrence en Hermanni var ekki refsað fyrir athæfið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×