Enski boltinn

Aron veikur en ætlar að spila

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Einar fagnar marki sínu gegn Blackburn.
Aron Einar fagnar marki sínu gegn Blackburn. Nordic Photos / AFP
Aron Einar Gunnarsson fékk gubbupest í nótt en ætlar engu að síður alls ekki að missa af leik sinna manna í Coventry gegn Blackburn í ensku bikarkeppninni á morgun.

Leikið verður á heimavelli Coventry en fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli á Ewood Park þar sem að Aron Einar skoraði eitt mark - hans fyrsta fyrir félagið.

„Ég fékk einhverja pest í nótt en mætti samt á æfingu í morgun og var með á henni," sagði Aron í samtali við fréttastofu. „En maður verður ekkert veikur þegar það á að spila við Blackburn. Ég ligg því bara upp í rúmi núna og er að taka því rólega."

Ef Coventry ber sigur úr býtum í leiknum á morgun mun liðið taka á móti Chelsea í næstu umferð. „Það er því svakalega mikið undir. Við verðum á heimavelli á morgun og býst ég við rosalegri stemningu á vellinum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×