Benjamin með 13 Óskarstilnefningar 23. janúar 2009 05:00 Leikarinn Forest Withaker og Sid Ganis, forseti Óskarsakademíunnar, tilkynntu um tilnefningarnar í gær. nordicphotos/gettyimages Rómantíska fantasían The Curious Case of Benjamin Button hlaut þrettán tilnefningar til Óskarsverðlaunanna í ár. Næst á eftir kom Slumdog Millionaire með tíu tilnefningar. Báðar ofantöldu myndirnar voru tilnefndar sem besta myndin ásamt Frost/Nixon, Milk, The Reader og Slumdog Millionaire. The Dark Knight var aftur á móti ekki tilnefnd eins og svo margir höfðu vonast eftir. Hún fékk engu síður átta tilnefningar, þar á meðal Heath Ledger sem besti aukaleikarinn, en engar í stærstu flokkunum. Tilnefning Ledgers kom nákvæmlega ári eftir að hann lést af völdum of stórs lyfjaskammts. Margir telja að hann eigi Óskarinn vísan, enda þótti hann standa sig einkar vel sem Jókerinn eins og Golden Globe-verðlaun hans bera vitni um. Fái Ledger verðlaunin verður það í annað sinn sem leikari fær Óskarinn eftir dauða sinn. Sá fyrsti var Peter Finch árið 1976 fyrir hlutverk sitt í Network. Sem besti aðalleikarinn voru tilnefndir Brad Pitt (Benjamin Button), Frank Langella (Frost/Nixon), Sean Penn (Milk), Richard Jenkins (The Visitor) og Mickey Rourke (The Wrestler), sem vann einmitt Golden Globe-verðlaunin á dögunum fyrir hlutverkið. Kate Winslet, sem vann tvenn Golden Globe-verðlaun, var tilnefnd sem besta leikkonan fyrir hlutverk sitt í The Reader ásamt þeim Anne Hathaway (Rachel Getting Married), Melissa Leo (Frozen River), Angelinu Jolie (Changeling) og Meryl Streep (Doubt), sem hlaut þarna sína fimmtándu Óskarstilnefningu. Í flokknum besti leikarinn í aukahlutverki voru tilnefndir auk Heaths Ledger, þeir Josh Brolin (Milk), Robert Downey Jr. (Tropic Thunder), Philip Seymour Hoffman (Doubt) og Michael Shannon (Revolutionary Road). Í kvennaflokki fengu þær Amy Adams (Doubt), Penélope Cruz (Vicky Christina Barcelona), Viola Davis (Doubt), Taraji P. Henson (The Curious Case of Benjamin Button) og Marisa Tomei (The Wrestler) tilnefningar. Þá voru Wall-E, Bolt og Kung Fu Panda tilnefndar sem bestu teiknimyndirnar og einnig voru Entre les murs (Frakklandi), Okuribito (Japan), Revanche (Austurríki), Vals im Bashir (Ísrael) og Der Baader Meinhof Komplex (Þýskalandi) tilnefndar sem bestu erlendu myndirnar. Óskarsverðlaunin verða afhent í 81. sinn í Kodak-leikhúsinu í Hollywood 22. febrúar. Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira
Rómantíska fantasían The Curious Case of Benjamin Button hlaut þrettán tilnefningar til Óskarsverðlaunanna í ár. Næst á eftir kom Slumdog Millionaire með tíu tilnefningar. Báðar ofantöldu myndirnar voru tilnefndar sem besta myndin ásamt Frost/Nixon, Milk, The Reader og Slumdog Millionaire. The Dark Knight var aftur á móti ekki tilnefnd eins og svo margir höfðu vonast eftir. Hún fékk engu síður átta tilnefningar, þar á meðal Heath Ledger sem besti aukaleikarinn, en engar í stærstu flokkunum. Tilnefning Ledgers kom nákvæmlega ári eftir að hann lést af völdum of stórs lyfjaskammts. Margir telja að hann eigi Óskarinn vísan, enda þótti hann standa sig einkar vel sem Jókerinn eins og Golden Globe-verðlaun hans bera vitni um. Fái Ledger verðlaunin verður það í annað sinn sem leikari fær Óskarinn eftir dauða sinn. Sá fyrsti var Peter Finch árið 1976 fyrir hlutverk sitt í Network. Sem besti aðalleikarinn voru tilnefndir Brad Pitt (Benjamin Button), Frank Langella (Frost/Nixon), Sean Penn (Milk), Richard Jenkins (The Visitor) og Mickey Rourke (The Wrestler), sem vann einmitt Golden Globe-verðlaunin á dögunum fyrir hlutverkið. Kate Winslet, sem vann tvenn Golden Globe-verðlaun, var tilnefnd sem besta leikkonan fyrir hlutverk sitt í The Reader ásamt þeim Anne Hathaway (Rachel Getting Married), Melissa Leo (Frozen River), Angelinu Jolie (Changeling) og Meryl Streep (Doubt), sem hlaut þarna sína fimmtándu Óskarstilnefningu. Í flokknum besti leikarinn í aukahlutverki voru tilnefndir auk Heaths Ledger, þeir Josh Brolin (Milk), Robert Downey Jr. (Tropic Thunder), Philip Seymour Hoffman (Doubt) og Michael Shannon (Revolutionary Road). Í kvennaflokki fengu þær Amy Adams (Doubt), Penélope Cruz (Vicky Christina Barcelona), Viola Davis (Doubt), Taraji P. Henson (The Curious Case of Benjamin Button) og Marisa Tomei (The Wrestler) tilnefningar. Þá voru Wall-E, Bolt og Kung Fu Panda tilnefndar sem bestu teiknimyndirnar og einnig voru Entre les murs (Frakklandi), Okuribito (Japan), Revanche (Austurríki), Vals im Bashir (Ísrael) og Der Baader Meinhof Komplex (Þýskalandi) tilnefndar sem bestu erlendu myndirnar. Óskarsverðlaunin verða afhent í 81. sinn í Kodak-leikhúsinu í Hollywood 22. febrúar.
Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira