Lífið

Yfirgefur Bad Seeds

Mick Harvey er hættur í hljómsveitinni eftir 25 ára starf.
Mick Harvey er hættur í hljómsveitinni eftir 25 ára starf.
Mick Harvey, einn af stofn­endum hljómsveitarinnar Nick Cave and the Bad Seeds, hefur ákveðið að yfirgefa hljómsveitina. „Af ýmsum persónulegum og öðrum ástæðum hef ég ákveðið að hætta samstarfi mínu við Nick Cave & the Bad Seeds,“ sagði í yfirlýsingu frá Harvey. „Eftir 25 ár yfirgef ég hljómsveitina á einum af mörgum hápunktum hennar; í mjög heilbrigðu ásigkomulagi og með frábærar framtíðarhorfur.“

Harvey fæddist í Ástralíu og kynntist Nick Cave og Phil Calvert, trommara The Bad Seeds, í skóla í Melbourne. Eftir að hljómsveitin var stofnuð árið 1983 hefur hún notið mikilla vinsælda. Síðasta plata hennar, Dig Lazarus, Dig!!!, kom út í fyrra.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.