Innlent

Tíu líkamsárásir á Akranesi um helgina

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tíu líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglunnar á Akranesi um helgina, þegar Írskir dagar fóru þar fram. Tvær af árásunum teljast alvarlegar. Í öðru tilfellinu gengu þrír menn í skrokk á einum og köstuðu honum svo niður stiga. Í hinu tilfellinu var maður barinn í höfuðið með flösku. Í báðum tilfellum er vitað hverjir voru að verki og eru málin í rannsókn.

Lögregla bókaði um 170 verkefni og mál yfir helgina og gekk svo mikið á um tíma að vart hafðist undan. Mikil ölvun var í bænum bæði aðfaranótt laugardags og sunnudags og fylltust fangageymslur um tíma.

26 sinnum varð lögregla að koma fólki til aðstoðar vegna ölvunar og vandræðagangs tengdri henni. Ágætlega gekk þó í flestum tilfellum að greiða úr vandræðum fólks þó ekki væri ástand viðkomandi alltaf gæfulegt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×