Innlent

Ýmsir vafasamir á götum borgarinnar

Lögregla stöðvaði ökumann bifhjóls seint í gærkvöldi á Sæbrautinni fyrir of hraðan akstur. Mótorhjólið mældist á 125 kílómetra hraða á klukkustund sem er tvöfaldur hámarkshraði á þessum vegarkafla. Þetta var þó ekki í fyrsta sinn sem lögregla þurfti að hafa afskipti af manninum því þetta sama kvöld var hann stöðvaður annars staðar í borginni fyrir sama brot. Þá var einn ökumaður tekinn, grunaður um akstur undir áhrifum lyfja. Ók viðkomandi á kyrrstæða bifreið í miðbænum og ók á brott. Í tilkynningu frá lögreglu segir að ökumaðurinn hafi verið stöðvaður skammt frá þar sem hann var að skoða skemmdir á bifreið sinni. Í Kópavogi stöðvaði lögregla síðan ökumann bifreiðar í nótt og kom þá í ljós að maðurinn var í ökuferð þrátt fyrir að hafa verið sviptur ökuréttindum fyrir nokkru síðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×