Erlent

Norður-Kóreumenn hætta öllum kjarnorkuviðræðum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Nokkrar þeirra eldflauga sem Norður-Kóreumenn luma á í vopnabúri sínu.
Nokkrar þeirra eldflauga sem Norður-Kóreumenn luma á í vopnabúri sínu.

Norður-Kóreumenn segjast munu draga sig út úr viðræðum um að hætta við kjarnorkuáætlun sína eftir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi eldflaugarskot þeirra í síðustu viku sem haldið var fram að væri gervitungl.

Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu í dag sagði að stjórn Kims Jong Il kæmi aldrei aftur að viðræðum, sem átt hafa sér stað milli sex ríkja, um kjarnorkumál Norður-Kóreumanna og stjórnin hygðist nú gangsetja á ný kjarnorkuver sem tekin hefðu verið úr notkun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×