Meirihlutinn í Grindavík starfar áfram út kjörtímabilið 14. apríl 2009 16:21 Bæjarfulltrúar B og S lista í Grindavík hafa sammælst um að halda samstarfi áfram út kjörtímabilið. Flokkarnir eru sammála um að ráða Maggý Hrönn Hermannsdóttur í starf skólastjóra Hópsskóla. Skólastarf mun hefjast í janúar 2010. Í yfirlýsingu um málið segir að meirihlutinn muni vinna að undirbúningi skólastarfsins í samstarfi við fræðslu- og uppeldisnefnd, nýjan skólastjóra og foreldra barna í væntanlegum grunnskóla. Flokkarnir eru jafnframt sammála um að við ráðningar í störf hjá bæjarfélaginu verði farið eftir faglegri úttekt í framtíðinni. Það er sameiginleg niðurstaða að með hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi sé brýnast að flokkarnir haldi samstarfi áfram og vinni saman að brautargengi margra mikilvægra mála sem eru í deiglunni hjá bæjaryfirvöldum. „Því höfum við nú leyst úr öllum ágreiningi sem upp hefur komið og ætlum að vinna saman sem liðsheild að velferðarmálum okkar góða bæjarfélags," segir í yfirlýsingunni. Tengdar fréttir Soffía Vagnsdóttir: Ég er döpur yfir þessum vinnubrögðum „Ég á bara ekki orð yfir vinnubrögðunum þarna, þetta er bara pólitíkin í hnotskurn í dag," segir Soffía Vagnsdóttir, sem sótti um starf skólastjóra í Hópsskóla í Grindavík. 14. apríl 2009 13:55 Meirihlutaslit: Svekkjandi ef þetta endar svona „Mér finnst það fulllangt gengið í pólitísku harki að menn fái ekki að sækja um störf," segir Garðar Páll Vignisson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Grindavík og forseti bæjarstjórnar. Framsóknarmenn slitu formlega samstarfi flokkanna með bréfi sem þeir sendu Samfylkingunni í gær. 14. apríl 2009 12:17 Tvær konur hæfari en bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar Tvær konur voru hæfari en bæjarfulltrúinn Garðar Páll Vignisson til þess að gegna starfi skólastjóra við Hópsskóla í Grindavík. Þetta kemur fram í fundargerð Fræðslu- og uppeldisnefndar Grindarvíkurbæjar. 14. apríl 2009 13:20 Meirihlutinn í Grindavík sprunginn „Hún er bara sprungin," sagði bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna í Grindavík, Sigmar Eðvarsson, um stöðu meirihluta bæjarstjórnar í bænum. Svo virðist sem meirihlutinn, sem samanstóð af Framsóknarflokknum og Samfylkingunni, sé einfaldlega sprunginn. 14. apríl 2009 09:58 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira
Bæjarfulltrúar B og S lista í Grindavík hafa sammælst um að halda samstarfi áfram út kjörtímabilið. Flokkarnir eru sammála um að ráða Maggý Hrönn Hermannsdóttur í starf skólastjóra Hópsskóla. Skólastarf mun hefjast í janúar 2010. Í yfirlýsingu um málið segir að meirihlutinn muni vinna að undirbúningi skólastarfsins í samstarfi við fræðslu- og uppeldisnefnd, nýjan skólastjóra og foreldra barna í væntanlegum grunnskóla. Flokkarnir eru jafnframt sammála um að við ráðningar í störf hjá bæjarfélaginu verði farið eftir faglegri úttekt í framtíðinni. Það er sameiginleg niðurstaða að með hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi sé brýnast að flokkarnir haldi samstarfi áfram og vinni saman að brautargengi margra mikilvægra mála sem eru í deiglunni hjá bæjaryfirvöldum. „Því höfum við nú leyst úr öllum ágreiningi sem upp hefur komið og ætlum að vinna saman sem liðsheild að velferðarmálum okkar góða bæjarfélags," segir í yfirlýsingunni.
Tengdar fréttir Soffía Vagnsdóttir: Ég er döpur yfir þessum vinnubrögðum „Ég á bara ekki orð yfir vinnubrögðunum þarna, þetta er bara pólitíkin í hnotskurn í dag," segir Soffía Vagnsdóttir, sem sótti um starf skólastjóra í Hópsskóla í Grindavík. 14. apríl 2009 13:55 Meirihlutaslit: Svekkjandi ef þetta endar svona „Mér finnst það fulllangt gengið í pólitísku harki að menn fái ekki að sækja um störf," segir Garðar Páll Vignisson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Grindavík og forseti bæjarstjórnar. Framsóknarmenn slitu formlega samstarfi flokkanna með bréfi sem þeir sendu Samfylkingunni í gær. 14. apríl 2009 12:17 Tvær konur hæfari en bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar Tvær konur voru hæfari en bæjarfulltrúinn Garðar Páll Vignisson til þess að gegna starfi skólastjóra við Hópsskóla í Grindavík. Þetta kemur fram í fundargerð Fræðslu- og uppeldisnefndar Grindarvíkurbæjar. 14. apríl 2009 13:20 Meirihlutinn í Grindavík sprunginn „Hún er bara sprungin," sagði bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna í Grindavík, Sigmar Eðvarsson, um stöðu meirihluta bæjarstjórnar í bænum. Svo virðist sem meirihlutinn, sem samanstóð af Framsóknarflokknum og Samfylkingunni, sé einfaldlega sprunginn. 14. apríl 2009 09:58 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira
Soffía Vagnsdóttir: Ég er döpur yfir þessum vinnubrögðum „Ég á bara ekki orð yfir vinnubrögðunum þarna, þetta er bara pólitíkin í hnotskurn í dag," segir Soffía Vagnsdóttir, sem sótti um starf skólastjóra í Hópsskóla í Grindavík. 14. apríl 2009 13:55
Meirihlutaslit: Svekkjandi ef þetta endar svona „Mér finnst það fulllangt gengið í pólitísku harki að menn fái ekki að sækja um störf," segir Garðar Páll Vignisson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Grindavík og forseti bæjarstjórnar. Framsóknarmenn slitu formlega samstarfi flokkanna með bréfi sem þeir sendu Samfylkingunni í gær. 14. apríl 2009 12:17
Tvær konur hæfari en bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar Tvær konur voru hæfari en bæjarfulltrúinn Garðar Páll Vignisson til þess að gegna starfi skólastjóra við Hópsskóla í Grindavík. Þetta kemur fram í fundargerð Fræðslu- og uppeldisnefndar Grindarvíkurbæjar. 14. apríl 2009 13:20
Meirihlutinn í Grindavík sprunginn „Hún er bara sprungin," sagði bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna í Grindavík, Sigmar Eðvarsson, um stöðu meirihluta bæjarstjórnar í bænum. Svo virðist sem meirihlutinn, sem samanstóð af Framsóknarflokknum og Samfylkingunni, sé einfaldlega sprunginn. 14. apríl 2009 09:58