Fótbolti

Dómari steinrotaðist við að fá þrumuskot í hausinn

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Kollegi Garðar í Marokkó er á batavegi.
Kollegi Garðar í Marokkó er á batavegi.
Seinheppinn dómari varð fyrir því óláni að fá þrumuskot leikmanns í Marokkósku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á dögunum. Dómarinn steinrotaðist við höggið.

Hann hné niður og leikmenn og sjúkraflutningamenn þustu að honum. Hann var rotaður í nokkrar mínútur og fór um margan manninn á vellinum. Hann var að lokum borinn af velli og fluttur á spítala til aðhlynningar.

Myndband af atvikinu má sjá hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×