Magnús íhugar að stefna Morgunblaðinu 12. september 2009 12:50 Magnús Árni sést hér með formanni Framsóknarflokksins, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Mynd/Vilhelm Gunnarsson Magnús Árni Skúlason, fulltrúi Framsóknarflokksins í bankaráði Seðlabankans, sem reyndi að koma íslenskum fyrirtækjum í aflandsviðskipti með gjaldeyri segir að tilgangurinn hafi ekki verið að höndla með krónur. Hann íhugar að stefna Morgunblaðinu vegna umfjöllunar um sig í dag. Þetta kom fram í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Í frétt Morgunblaðsins er fullyrt að Magnús hafi haft samband við stóran hluthafa í stoðtækjaframleiðandanum Össuri og starfsmenn lyfjafyrirtækisins Actavis með það fyrir augum að benda þeim á heppilegan miðlara með gjaldeyri erlendis. Í blaðinu segir að um breska miðlararfyrirtækið Snyder sé að ræða en stjórnendur þess séu vinir Magnúsar Árna. Hann á að hafa haft samband við Actavis fyrir rúmum tveimur vikum til að bjóða þeim þjónustu Snyder. Miðlarafyrirtækið á að hafa boðið upp á þá þjónustu að kaupa gjaldeyri erlendis inn á reikning og afhenda krónur hér á landi. Þessi viðskipti eru svokölluð aflandsviðskipti og er tekjugrundvöllur þeirra gjaldeyrishöftin sem Seðlabankinn á að sjá um að afnema í skrefum. Áhrif svona viðskipta á innlendan markað eru m.a. að erlendur gjaldeyrir sem fæst fyrir útflutning skilar sér ekki á gjaldeyrismarkað hér á landi sem hefur í för með sér að gengi krónunnar á innlendum gjaldeyrismarkaði er lægra en það væri annars. Þá geta þau einnig haft þau áhrif að væntingar um mögulega lækkun á gengi krónunnar á innlendum markaði í átt að gengi á aflandsmarkaði getur valdið því að þeir aðilar sem sinna skilaskyldu bíða með að selja gjaldeyrinn. Á fundi í Seðlabankanum í sumar voru fulltrúar stærstu útflutningsfyrirtækja hér á landi, sem njóta sérstakrar undanþágu frá gjaldeyrishöftunum, beðnir um að láta af svona viðskiptum með gjaldeyri, þó að þau séu ekki ólögleg, þar sem þau stríða gegn gjaldeyrishöftunum. Hallur Magnússon, einn af forystumönnum Framsóknarflokksins, hvetur Magnús Árna á bloggsíðu sinni til að segja af sér í kjölfar þessara frétta. Hann segir mistökin vera Magnúsar en ekki Framsóknarflokksins. „Ég get ekki séð það. Ég vissi að það mín persóna væri það valdamikil að svo væri," sagði Magnús í fréttum Rúv og vísaði á bug að hann hafi vegið að krónunni. Hann íhugar nú málaferli á hendur Morgunblaðinu fyrir meiðyrði. Ekki náðist í Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins, vegna málsins sem er staddur erlendis, að sögn aðstoðarmanns hans. Tengdar fréttir Vann gegn markmiðum Seðlabankans Magnús Árni Skúlason, sem situr í bankaráði Seðlabanka Íslands fyrir hönd Framsóknarflokksins, hafði samband við stóran hluthafa í stoðtækjaframleiðandanum Össuri og starfsmenn lyfjafyrirtækisins Actavis með það fyrir augum að benda þeim á heppilegan miðlara með gjaldeyri erlendis. Áður hafði Seðlabankinn beðið fyrirtækin um að láta af slíkum viðskiptum. Þetta er fullyrt í Morgunblaðinu í dag. 12. september 2009 09:58 Magnús segi sig úr bankaráði Seðlabankans Hallur Magnússon, einn af forystumönnum Framsóknarflokksins í Reykjavík, vill að Magnús Árni Skúlason, fulltrúi flokksins í bankaráði Seðlabankans, segi af sér. Ekki sé hægt að kenna Framsóknarflokknum um mistök Magnúsar. 12. september 2009 11:28 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Fleiri fréttir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Sjá meira
Magnús Árni Skúlason, fulltrúi Framsóknarflokksins í bankaráði Seðlabankans, sem reyndi að koma íslenskum fyrirtækjum í aflandsviðskipti með gjaldeyri segir að tilgangurinn hafi ekki verið að höndla með krónur. Hann íhugar að stefna Morgunblaðinu vegna umfjöllunar um sig í dag. Þetta kom fram í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Í frétt Morgunblaðsins er fullyrt að Magnús hafi haft samband við stóran hluthafa í stoðtækjaframleiðandanum Össuri og starfsmenn lyfjafyrirtækisins Actavis með það fyrir augum að benda þeim á heppilegan miðlara með gjaldeyri erlendis. Í blaðinu segir að um breska miðlararfyrirtækið Snyder sé að ræða en stjórnendur þess séu vinir Magnúsar Árna. Hann á að hafa haft samband við Actavis fyrir rúmum tveimur vikum til að bjóða þeim þjónustu Snyder. Miðlarafyrirtækið á að hafa boðið upp á þá þjónustu að kaupa gjaldeyri erlendis inn á reikning og afhenda krónur hér á landi. Þessi viðskipti eru svokölluð aflandsviðskipti og er tekjugrundvöllur þeirra gjaldeyrishöftin sem Seðlabankinn á að sjá um að afnema í skrefum. Áhrif svona viðskipta á innlendan markað eru m.a. að erlendur gjaldeyrir sem fæst fyrir útflutning skilar sér ekki á gjaldeyrismarkað hér á landi sem hefur í för með sér að gengi krónunnar á innlendum gjaldeyrismarkaði er lægra en það væri annars. Þá geta þau einnig haft þau áhrif að væntingar um mögulega lækkun á gengi krónunnar á innlendum markaði í átt að gengi á aflandsmarkaði getur valdið því að þeir aðilar sem sinna skilaskyldu bíða með að selja gjaldeyrinn. Á fundi í Seðlabankanum í sumar voru fulltrúar stærstu útflutningsfyrirtækja hér á landi, sem njóta sérstakrar undanþágu frá gjaldeyrishöftunum, beðnir um að láta af svona viðskiptum með gjaldeyri, þó að þau séu ekki ólögleg, þar sem þau stríða gegn gjaldeyrishöftunum. Hallur Magnússon, einn af forystumönnum Framsóknarflokksins, hvetur Magnús Árna á bloggsíðu sinni til að segja af sér í kjölfar þessara frétta. Hann segir mistökin vera Magnúsar en ekki Framsóknarflokksins. „Ég get ekki séð það. Ég vissi að það mín persóna væri það valdamikil að svo væri," sagði Magnús í fréttum Rúv og vísaði á bug að hann hafi vegið að krónunni. Hann íhugar nú málaferli á hendur Morgunblaðinu fyrir meiðyrði. Ekki náðist í Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins, vegna málsins sem er staddur erlendis, að sögn aðstoðarmanns hans.
Tengdar fréttir Vann gegn markmiðum Seðlabankans Magnús Árni Skúlason, sem situr í bankaráði Seðlabanka Íslands fyrir hönd Framsóknarflokksins, hafði samband við stóran hluthafa í stoðtækjaframleiðandanum Össuri og starfsmenn lyfjafyrirtækisins Actavis með það fyrir augum að benda þeim á heppilegan miðlara með gjaldeyri erlendis. Áður hafði Seðlabankinn beðið fyrirtækin um að láta af slíkum viðskiptum. Þetta er fullyrt í Morgunblaðinu í dag. 12. september 2009 09:58 Magnús segi sig úr bankaráði Seðlabankans Hallur Magnússon, einn af forystumönnum Framsóknarflokksins í Reykjavík, vill að Magnús Árni Skúlason, fulltrúi flokksins í bankaráði Seðlabankans, segi af sér. Ekki sé hægt að kenna Framsóknarflokknum um mistök Magnúsar. 12. september 2009 11:28 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Fleiri fréttir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Sjá meira
Vann gegn markmiðum Seðlabankans Magnús Árni Skúlason, sem situr í bankaráði Seðlabanka Íslands fyrir hönd Framsóknarflokksins, hafði samband við stóran hluthafa í stoðtækjaframleiðandanum Össuri og starfsmenn lyfjafyrirtækisins Actavis með það fyrir augum að benda þeim á heppilegan miðlara með gjaldeyri erlendis. Áður hafði Seðlabankinn beðið fyrirtækin um að láta af slíkum viðskiptum. Þetta er fullyrt í Morgunblaðinu í dag. 12. september 2009 09:58
Magnús segi sig úr bankaráði Seðlabankans Hallur Magnússon, einn af forystumönnum Framsóknarflokksins í Reykjavík, vill að Magnús Árni Skúlason, fulltrúi flokksins í bankaráði Seðlabankans, segi af sér. Ekki sé hægt að kenna Framsóknarflokknum um mistök Magnúsar. 12. september 2009 11:28