Erlent

Sotomayor spurð út úr

Sonia Sotomayor
Sonia Sotomayor

Sonia Sotomayor sat fyrir svörum í Öldungadeild Bandaríkjaþings í gær. Þingmenn þurfa að staðfesta skipun hennar í embætti Hæstaréttardómara.

Demókratar virtust almennt ánægðir með ákvörðun Baracks Obama forseta um að fá hana til liðs við dómstólinn. Repúblikanar fundu henni hins vegar ýmislegt til foráttu, sögðu hana of hlutdræga.

Allt benti þó til þess að Sotomayor væri nokkuð örugg með að hljóta staðfestingu deildarinnar og verði innan tíðar orðin einn af dómurum Hæstaréttar Bandaríkjanna.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×