Erlent

Hleypti óvart af byssu í miðju ráni

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Þrír menn, sem gerðu tilraun til að ræna verðmætaflutningabíl í Tåstrup í Danmörku í gærkvöldi, höfðu ekkert upp úr krafsinu. Þeir ógnuðu ökumanni bílsins með byssu og bundu hann. Svo tókst þeim að komast inn í geymslurýmið en þá vildi ekki betur til en svo að sá sem hélt á byssunni hleypti óvart af skoti í æsingnum. Við þetta brá ræningjunum svo mikið að þeir sáu sitt óvænna og forðuðu sér af vettvangi. Þeirra er nú leitað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×