Erlent

Boðar hertar aðgerðir gegn bónusgreiðslum

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur boðað harðara aðhald með bónusgreiðslum fyrirtækja sem hafa hlotið aðstoð bandaríska ríkisins.

Svimandi háar bónusgreiðslur til stjórnenda stórfyrirtækja hefur hleypt illu blóði í bandarískan almenning í ljósi þess að um skattpeninga sé að ræða. Obama hyggst bregðas við ákalli almennings vegna þessa.

Ekki er búið að útfæra með hvaða hætti Obama hyggst bregðast við bónusgreiðslunum eða herða aðhaldið, enn sé deilt um útfærslur.

Ein hugmyndin er þó sú að árangurstengja laun yfirstjórnarinnar og þar með geta forstjórar ekki greitt sér sjálfum háan arð í ljósi slaks gengis fyrirtækjanna. Til eru dæmi um að forstjórarar hafi greitt sér sjálfum allt að tuttugu milljónir dollara þrátt fyrir að fyrirtækin séu næstum gjaldþrota.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×