Enski boltinn

Tekur Sven-Göran við Portsmouth?

Elvar Geir Magnússon skrifar
Sven-Göran Eriksson.
Sven-Göran Eriksson.

Forráðamenn Portsmouth hafa sett sig í samband við Sven-Göran Eriksson sem er efstur á óskalista þeirra yfir nýjan knattspyrnustjóra. Þetta er samkvæmt heimildum Sky fréttastofunnar.

Tony Adams náði ekki góðum árangri með Portsmouth og var látinn fara eftir stutta veru sem knattspyrnustjóri félagsins.

Eriksson er núverandi þjálfari landsliðs Mexíkó en hann er fyrrum landsliðsþjálfari Englands eins og flestir vita. Paul Hart stýrir nú Portsmouth til bráðabirgða og undirbýr liðið fyrir deildarleik um helgina gegn fyrrum lærisveinum Eriksson í Manchester City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×