Fótbolti

Beckham mun fara aftur til LA

NordicPhotos/GettyImages

David Beckham mun standa við sitt og snúa aftur til liðs síns LA Galaxy í Bandaríkjunum þann 9. mars þegar lánssamningi hans við AC Milan lýkur.

Þetta segir talsmaður Beckham í samtali við Sun í dag. Alexi Lalas, fyrrum framkvæmdastjóri Galaxy lét hafa eftir sér í gær að hann efaðist um að Beckham myndi fara aftur til Bandaríkjanna þegar hann væri búinn að fjá smjörþefinn af því að spila með stórstjörnum Milan.

"Alexi hefur rétt á að hafa sína skoðun en Beckham mun standa við gefin loforð og snúa aftur til LA þann 9. mars," sagði talsmaður Beckham.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×