Innlent

Hótanir um að hætta að selja íslenskan fisk

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon MYND/STEFÁN

Steingrímur J. Sigfússon fjármála-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að erlendir aðilar hafi hótað því að taka íslenskan fisk af markaði vegna hvalveiða þjóðarinnar. Hann segir erlenda sendiherra hafa komið á sinn fund með gögn og upplýsingar sem styðji þetta. Hann segir að nú síðast hafi bandaríkjamenn mótmælt hvalveiðum íslendinga. Steingrímur var gestur á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.

„Við höfum auðvitað þurft að útskýra okkar afstöðu og ég hef sagt að við munum endurmeta þetta og það hefur róað ástandið svolítið," sagði Steingrímur sem hefur þurft að vinna í þessum málum á hverjum degi síðan hann tók við ráðherraembætti.

Þessi andstaða við hvalveiðar kemur honum ekki á óvart og hann spyr hvað menn hafi haldið að myndi gerast þegar íslendingar hófu stórfelldar atvinnuveiðar á hvali til útflutnings. Hann segir málið hafa horft öðruvísi við ef við myndum einungis veiða hval fyrir innanlandmarkað

Hann sagðist einnig hafa gert öllum þeim sem stunda hvalveiðar ljóst að ákvörðunin yrðir endurskoðuð á árinu. „Við verðum að meta þetta þjóðhaglsega strax í lok þessa árs þessa vinnu vantaði hjá forvera mínum sem tók illa ígrundaða ákvörðun á síðustu metrunum. það var ákaflega óþægilegur arfur sem þurfti að setja í gang heilmikla vinnu á stuttum tíma."

Steingrímur sagði einnig að það hefðu verið vonbrigði hversu mikill tími fór í seðlabankafrumvarpið en það hafi verið mikilvæg ákvörðun til þess að öðlast traust erlendra aðila. Hann sagði stjórnarandstöðuna hafa verið sér til skammar þegar verið var að pexa um höfundarrétt á lagafrumvörpum og hvort hún fengi ekki fulltrúa sem forseta alþingis.

Hann vonast til að komandi frumvörp fái skjóta afgreiðslu í þinginu en hann sagði mörg lagafrumvörp vera á leiðinni. Fólkið í landinu færi að finna fyrir breytingum strax í byrjun mars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×