Innlent

Forseti Íslands á setningarhátíð Búnaðarþings

Búnaðarþing var sett klukkan hálftvö í Bændahöllinni við Hagatorg. „Treystum á landbúnaðinn" er yfirskrift setningarhátíðarinnar en Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, setti þingið og nýr landbúnaðarráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, ávarpaði samkomuna. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson var einnig viðstaddur setninguna.

Ákveðið var að stytta Búnaðarþing um einn dag í ár og mun það standa frá sunnudegi til miðvikudagseftirmiðdags. Búast má við að umræður um Evrópusambandsmál verði fyrirferðarmiklar og þykir líklegt að Búnaðarþing leggist einarðlega gegn aðild.

Þá má gera ráð fyrir að rekstrarvandi landbúnaðar verði áberandi í umræðunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×