Innlent

Þingmenn VG styðja ekki frumvarp um álver í Helguvík

Þingmenn VG munu ekki styðja frumvarp Iðnaðarráðherra.
Þingmenn VG munu ekki styðja frumvarp Iðnaðarráðherra.

Þingmenn VG munu ekki styðja frumvarp Iðnaðarráðherra varðandi uppbyggingu álvers í Helguvík. Þetta kom fram í máli Steingríms J. Sigfússonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Steingrímur sagði að umrætt frumvarp væri arfur fyrrverandi ríkisstjórnar og snéri að bindandi samningum iðnaðarráðherra. Hann sagði ekki liggja fyrir hvort þingmenn VG myndu greiða atkvæði gegn frumvarpinu eða sitja hjá.

„Það liggur fyrir að þingmenn Vinstri grænna eru ekki skuldbundnir til þess að greiða því atkvæði," sagði Steingrímur en þegar Samfylking og VG náðu saman um ríkisstjórn var hún mynduð á þeim grunni að engar nýjar ákvarðanir sem þessar yrðu teknar. „Við sættum okkur við að breyta ekki því sem fyrir var."

Steingrímur viðurkenndi að það væri frekar sérstakt að helmingur ríkisstjórnarinnar legðist gegn frumvarpi sem þessu.

„Við getum hinsvegar ekki breytt því sem búið var að ákveða."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×