Innlent

Seðlabankastjóri hefði átt að bregðast við ástandinu - ekki bara vara við því

Jón Baldvin Hannibalsson
Jón Baldvin Hannibalsson

Jón Baldvin Hannibalsson segir að seðlabankastjóri hafi ekki bara átt að vara við efnahagsástandinu heldur hafi hann átt að bregðast við því. Ef hann hafi ekki haft tækifæri til þess hafi forsætisráðherra eða formenn ríkisstjórnarflokkanna að gera svo. Hann segir viðvaranirnar ekki hafa vantað því allt frá árinu 2006 hafi menn sagt að hættuástand væri framundan og það væri tímaspursmál hvenær kerfið myndi hrynja. Hann segist vera að bjóða sig fram til Alþingis út af evrópumálum.

Jón Baldivn var gestur í Silfri Egils á Rúv fyrir stundu. Þar sagðist hann einnig hafa viljað að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefði svarað þeirri spurningu hvort Samfylkingin ætti ekki að gera sömu kröfur til sín, sem hún geri til annarra flokk.

„Svari hún þeirri spurningu játandi, þá víkur hún," sagði Jón Baldvin sem hefur ákveðið að bjóða sig fram gegn Ingibjörgu til formanns Samfylkingarinnar.

Aðspurður hvort Jóhanna Sigurðardóttir bæri ekki ábyrgð þar sem hún sat í síðustu ríkisstjórn sagðist Jón Baldvin sjálfur hafa setið í samsteypustjórn og þar væru það formenn stjórnarflokkanna sem bæru mesta ábyrgð og hefðu t.a.m neitunarvald gagnvart hvert öðru.

„Hún sat þarna í átján mánuði og ber því fulla ábyrgð á því sem gerðist á hennar vakt, það er að íslenska efnahagskerfið hrundi," sagði Jón Baldvin um Ingibjörgu.

Aðspurður hvort hann ætti einhvern sjéns í formannsslaginn sagðist Jón Baldvin ekki vita það og hann nefndi blaðamannafund sem Ingibjörg og Jóhanna héldu í gærmorgun.

„Þar höfðu þær ákveðið að skipta mér sér verkum um að Jóhanna yrði forsætisráðherraefni og Ingibjörg áfram formaður. Síðan ætla þær að leiða flokkinn í sitthvoru kjördæminu í Reykjavík. Þær eru búnar að ákveða þetta en síðan er boðað til prófkjörs í kjördæminu. Ég hef ekki beðið um neitt sæti og ef ég fer í forval er það kjósenda að ákveða það."

Hann benti einnig á að framboð sitt væri sett fram með fyrirvara um að 80 daga stjórnin stæði við loforð sitt með því að breyta kosningalögum og innleiða persónukjör.

„Ég veit um margt fólk, ekki bara innan Samfylkingarinnar, sem ég get gert mér vonir um stuðning og þá ekki síst úr atvinnulífinu. Því minn hugur mun snúast um mál málanna sem er evrópusambandið og ég er að bjóða mig fram út af því."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×