„Þetta er bara upphafið - nú er að sanna sig“ Breki Logason skrifar 26. apríl 2009 13:45 Guðmundur Steingrímsson Guðmundur Steingrímsson er nýr þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Hann segir endurreisn flokksins þegar hafna og þegar farna að bera árangur eftir hremmingar undanfarinna ára. Hann segir miklar kröfur gerðar til þingmanna og ekki síst til sín þar sem ættarbogi hans eigi sér mikla sögu í flokknum og kjördæminu. Guðmundur talar um stórmeistarajafntefli í kjördæminu en 70 atkvæði skyldu að flokkinn sem var „stærstur" og framsóknar sem var í fjórða sæti. „Fyrstu tölur sem komu voru mjög skrýtnar og sýndu bara einn mann inni hjá okkur. Ég var mjög súr yfir því enda var það alveg úr takti við það sem ég hafði fundið. Síðan komu fleiri tölur og þá var þetta náttúrulega gjörbreytt," segir Guðmundur um upplifun gærkvöldsins. Guðmundur er sonur Steingríms Hermannssonar Jónassonar og er því kominn af miklum framsóknarmönnum í Norðvesturkjördæmi. Hann segir erfitt að segja til um hvort það hafi hjálpað sér í baráttunni. „Í ljósi þeirrar sögu sem minn ættbogi hefur ekki síst í þessu kjördæmi þá eru miklar kröfur gerðar til manns og hægt að klúðra því eins og öðru, það eru því plúsar og mínusar í þessu," segir Guðmundur og játar því að faðir sinn sé stoltur yfir árangrinum. „Þetta er hinsvegar bara upphafið og nú er að sanna sig. Það eru miklar kröfur gerðar til þingmanna og það eru mörg brýn verkefni í þjóðfélaginu og bara víða um kjördæmið sem þarf að ganga í." Guðmundur segist annars mjög sáttur með útkomu flokksins. „Það hefur hjálpað Framsóknarflokknum hversu gamall flokkur hann er, reistur á gömlum sígildum gildum sem menn hafa leitað í og fundið aftur í þessari baráttu. Einnig tel ég að ábyrgur málflutningur okkar í efnahagsmálum hafi notið hljómgrunns og nú er bara að fylgja þeim tillögum eftir." Guðmundur segir að í þessum kosningum hafi verið ramman reip að draga eftir afhroð flokksins upp á síðkastið. Margir hafi til dæmis spáð því um nokkra hríð að flokkurinn væri einfaldlega að deyja út. „Menn hafa haft uppi mörg stór orð í því sambandi og því var þetta ögurstund í tilvist flokksins hvort flokkurinn næði vopnum sínum aftur, sem hann gerði. Í ljósi þess má líta á þetta sem svo að um stórsigur hafi verið að ræða." Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Guðmundur Steingrímsson er nýr þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Hann segir endurreisn flokksins þegar hafna og þegar farna að bera árangur eftir hremmingar undanfarinna ára. Hann segir miklar kröfur gerðar til þingmanna og ekki síst til sín þar sem ættarbogi hans eigi sér mikla sögu í flokknum og kjördæminu. Guðmundur talar um stórmeistarajafntefli í kjördæminu en 70 atkvæði skyldu að flokkinn sem var „stærstur" og framsóknar sem var í fjórða sæti. „Fyrstu tölur sem komu voru mjög skrýtnar og sýndu bara einn mann inni hjá okkur. Ég var mjög súr yfir því enda var það alveg úr takti við það sem ég hafði fundið. Síðan komu fleiri tölur og þá var þetta náttúrulega gjörbreytt," segir Guðmundur um upplifun gærkvöldsins. Guðmundur er sonur Steingríms Hermannssonar Jónassonar og er því kominn af miklum framsóknarmönnum í Norðvesturkjördæmi. Hann segir erfitt að segja til um hvort það hafi hjálpað sér í baráttunni. „Í ljósi þeirrar sögu sem minn ættbogi hefur ekki síst í þessu kjördæmi þá eru miklar kröfur gerðar til manns og hægt að klúðra því eins og öðru, það eru því plúsar og mínusar í þessu," segir Guðmundur og játar því að faðir sinn sé stoltur yfir árangrinum. „Þetta er hinsvegar bara upphafið og nú er að sanna sig. Það eru miklar kröfur gerðar til þingmanna og það eru mörg brýn verkefni í þjóðfélaginu og bara víða um kjördæmið sem þarf að ganga í." Guðmundur segist annars mjög sáttur með útkomu flokksins. „Það hefur hjálpað Framsóknarflokknum hversu gamall flokkur hann er, reistur á gömlum sígildum gildum sem menn hafa leitað í og fundið aftur í þessari baráttu. Einnig tel ég að ábyrgur málflutningur okkar í efnahagsmálum hafi notið hljómgrunns og nú er bara að fylgja þeim tillögum eftir." Guðmundur segir að í þessum kosningum hafi verið ramman reip að draga eftir afhroð flokksins upp á síðkastið. Margir hafi til dæmis spáð því um nokkra hríð að flokkurinn væri einfaldlega að deyja út. „Menn hafa haft uppi mörg stór orð í því sambandi og því var þetta ögurstund í tilvist flokksins hvort flokkurinn næði vopnum sínum aftur, sem hann gerði. Í ljósi þess má líta á þetta sem svo að um stórsigur hafi verið að ræða."
Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira