Lífið

Boy George í fangelsi fyrir að fanga fylgdarsvein

Boy George hefur fitnað lítillega að undanförnu.
Boy George hefur fitnað lítillega að undanförnu.

Breski söngvarinn og plötusnúðurinn Boy George var í gær dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að halda fylgdarsveini föngnum á heimili sínu í Lundúnum.

Fylgdarsveinninn, sem er norskur og heitir Auðunn Carlsen, greindi frá því að Boy George hefði handjárnað hann við stálkrók í vegg og lamið hann með keðju eftir að hann neitaði að eiga náið samneyti við söngvarann.

Auðunn og Boy George kynntust á spjallsíðu í apríl 2007. Boy George er nú 47 ára en hann náði hátindi frægðar sinnar með hljómsveitinni Culture Club á níunda áratugnum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.