Spilar í Andy Warhol-safni 6. apríl 2009 09:00 Tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson er á leið í sína fyrstu tónleikaferð um Bandaríkin undir eigin nafni. Jóhann Jóhannsson er á leiðinni í sína fyrstu tónleikaferð um Bandaríkin í júní undir eigin nafni. Á meðal viðkomustaða er safn listamannsins fræga Andy Warhol í Pittsburgh. „Þetta er spennandi. Þetta er búið að standa lengi til og það er frábært að þetta hafi allt smollið saman svona tímalega og gengið upp," segir Jóhann, sem hefur áður ferðast um Bandaríkin með Apparat Organ Kvartett og öðrum sveitum. Með honum í för verða Matthías Hemstock og strengjakvartett frá New York. Tónleikarnir verða sex talsins, aðallega í leikhúsum, kirkjum og söfnum, þar á meðal í Andy Warhol-safninu í Pittsburgh, heimaborg listamannsins fræga. „Ég held að þetta séu hans Kjarvalsstaðir. Þetta er virt stofnun," segir hann um Warhol-safnið. Mestmegnis verða spiluð lög af nýjustu plötu Jóhanns, Fordlandia, sem var kjörin plata ársins í flokki sígildrar og nútímatónlistar á Íslensku tónlistarverðlaununum. Fimm tónleikar eru einnig fyrirhugaðir í Evrópu í apríl og maí og verða þeir fyrstu á Domino-hátíðinni í Brussel 8. apríl. Einnig spilar Jóhann á Durham-brasshátíðinni í Englandi 14. júlí ásamt tuttugu manna brasssveit frá Englandi. „Þeir báðu mig um að semja verk fyrir festivalið sem er reyndar líka bíómynd. Það er samstarf milli mín og amerísks kvikmyndagerðarmanns, Bill Morrison," segir Jóhann. „Hann sérhæfir sig í að vinna með gömul myndasöfn og notar gjarnan gamla filmubúta sem eru að detta í sundur." Fleiri verk eru í vinnslu hjá Jóhanni og má þar nefna tónlist við mexíkósku bíómyndina By Day and by Night eftir leikstjórann Alejandro Molina og tónlist við dönsku heimildarmyndina Dage i København eftir Max Kestner. „Þetta er ljóðræn sýn á Kaupmannahöfn með áherslu á byggingarnar og arkitektúrinn," segir hann um myndina. „Kestner hefur mjög ljóðrænan og heimspekilegan stíl og er einn af þessum mest spennandi ungu leikstjórum í Danmörku." Það er því ljóst að þessi fjölhæfi tónlistarmaður mun hafa í nógu að snúast á næstunni við tónlistarsköpun sína.freyr@frettabladid.is Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fleiri fréttir Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Sjá meira
Jóhann Jóhannsson er á leiðinni í sína fyrstu tónleikaferð um Bandaríkin í júní undir eigin nafni. Á meðal viðkomustaða er safn listamannsins fræga Andy Warhol í Pittsburgh. „Þetta er spennandi. Þetta er búið að standa lengi til og það er frábært að þetta hafi allt smollið saman svona tímalega og gengið upp," segir Jóhann, sem hefur áður ferðast um Bandaríkin með Apparat Organ Kvartett og öðrum sveitum. Með honum í för verða Matthías Hemstock og strengjakvartett frá New York. Tónleikarnir verða sex talsins, aðallega í leikhúsum, kirkjum og söfnum, þar á meðal í Andy Warhol-safninu í Pittsburgh, heimaborg listamannsins fræga. „Ég held að þetta séu hans Kjarvalsstaðir. Þetta er virt stofnun," segir hann um Warhol-safnið. Mestmegnis verða spiluð lög af nýjustu plötu Jóhanns, Fordlandia, sem var kjörin plata ársins í flokki sígildrar og nútímatónlistar á Íslensku tónlistarverðlaununum. Fimm tónleikar eru einnig fyrirhugaðir í Evrópu í apríl og maí og verða þeir fyrstu á Domino-hátíðinni í Brussel 8. apríl. Einnig spilar Jóhann á Durham-brasshátíðinni í Englandi 14. júlí ásamt tuttugu manna brasssveit frá Englandi. „Þeir báðu mig um að semja verk fyrir festivalið sem er reyndar líka bíómynd. Það er samstarf milli mín og amerísks kvikmyndagerðarmanns, Bill Morrison," segir Jóhann. „Hann sérhæfir sig í að vinna með gömul myndasöfn og notar gjarnan gamla filmubúta sem eru að detta í sundur." Fleiri verk eru í vinnslu hjá Jóhanni og má þar nefna tónlist við mexíkósku bíómyndina By Day and by Night eftir leikstjórann Alejandro Molina og tónlist við dönsku heimildarmyndina Dage i København eftir Max Kestner. „Þetta er ljóðræn sýn á Kaupmannahöfn með áherslu á byggingarnar og arkitektúrinn," segir hann um myndina. „Kestner hefur mjög ljóðrænan og heimspekilegan stíl og er einn af þessum mest spennandi ungu leikstjórum í Danmörku." Það er því ljóst að þessi fjölhæfi tónlistarmaður mun hafa í nógu að snúast á næstunni við tónlistarsköpun sína.freyr@frettabladid.is
Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fleiri fréttir Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Sjá meira