Börn og velferð í forgangi 11. desember 2009 06:00 Velferðarsviði Reykjavíkurborgar verður ekki gert að skera niður í útgjöldum á næsta ári, heldur er hækkun á ramma sviðsins. Þannig vill meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks standa vörð um börn og velferð á því erfiða ári sem framundan er. Það er hins vegar eðlilegt og ábyrgt að ætlast til þess að sviðið skoði vandlega rekstur sinn, beiti ríku aðhaldi og forgangsraði, frá verkefnum sem ekki teljast til grunnþjónustu og yfir í verkefni þar sem þjónusta hefur aukist eða er líklegt að muni aukast. Slík forgangsröðun er eðlilegt verkefni allra einstaklinga, fyrirtækja og stofnana í því árferði sem nú ríkir. Borgarfulltrúarnir Björk Vilhelmsdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson, fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna í borgarstjórn, gera fjárhagsáætlun Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar að umtalsefni í grein og viðtali í Fréttablaðinu í vikunni. Þar gera þau bæði athugasemdir við að meirihlutinn er ekki tilbúinn að hafa forgöngu um að hækka framfærslustyrki til einstaklinga á fjárhagsaðstoð. Í þessu sambandi vil ég sem formaður Velferðarráðs borgarinnar benda á það að Reykjavík er langstærst sveitarfélaga og við ákvörðun grunnfjárhæðar fjárhagsaðstoðar hefur borgin fylgt leiðbeinandi viðmiðum félagsmálaráðuneytisins. Ráðuneytið hefur það hlutverk að leggja heildarlínur fyrir sveitarfélögin varðandi félagsþjónustu og viðmið fjárhæða í þeim efnum. Ráðuneytið hefur enn sem komið er ekki gefið til kynna að það muni leggja til hækkun á framfærslustyrk. Þvert á móti virðast áherslur þess fyrst og fremst liggja í að herða reglur til að lækka kostnað ríkisins, þ.m.t. hvað varðar atvinnuleysisbætur. Tillögur sem nú eru uppi um herðingu reglna munu óhjákvæmilega leiða til útgjaldaaukningar hjá sveitarfélögunum. Það er óásættanlegt að ríkið velti á þennan hátt vandanum yfir á sveitarfélögin, sem nú þegar glíma við að finna leiðir til að mæta auknum álögum ríkisins vegna skattahækkana. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks telur að það sé ekki kostur í þeirri stöðu sem borgin og íbúar hennar standi frammi fyrir núna að hækka skatta enn frekar á íbúana. Þvert á móti eigum við að leita leiða til að styðja við íbúana til að sem flestir geti komist í gegnum vandann af sjálfsdáðum. Jafnframt að tryggja öryggisnetið fyrir þá íbúa borgarinnar sem glíma við mesta erfiðleika vegna efnahagsvandans. Það öryggisnet tryggjum við best til frambúðar með því að sýna ábyrga og trausta fjármálastjórn. Það er skiljanlegt að borgarfulltrúarnir Björk Vilhelmsdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson séu í vanda. Áherslur meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í frumvarpi að fjárhagsáætlun borgarinnar eru skýrar, þær að standa vörð um þjónustu við þá sem mest þurfa á henni að halda. Á meðan standa þeir flokkar sem borgarfulltrúarnir tilheyra, Samfylkingin og Vinstri græn, fyrir tillögum á Alþingi sem fyrir nokkrum árum síðan hefðu talist fáheyrðar af þeim flokkum sem telja sig til félagshyggju. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Þjóð meðal þjóða Augu heimsins beinast nú að loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn þar sem fram fer fimmtánda aðildarríkjaþing loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. 11. desember 2009 06:00 Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Velferðarsviði Reykjavíkurborgar verður ekki gert að skera niður í útgjöldum á næsta ári, heldur er hækkun á ramma sviðsins. Þannig vill meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks standa vörð um börn og velferð á því erfiða ári sem framundan er. Það er hins vegar eðlilegt og ábyrgt að ætlast til þess að sviðið skoði vandlega rekstur sinn, beiti ríku aðhaldi og forgangsraði, frá verkefnum sem ekki teljast til grunnþjónustu og yfir í verkefni þar sem þjónusta hefur aukist eða er líklegt að muni aukast. Slík forgangsröðun er eðlilegt verkefni allra einstaklinga, fyrirtækja og stofnana í því árferði sem nú ríkir. Borgarfulltrúarnir Björk Vilhelmsdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson, fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna í borgarstjórn, gera fjárhagsáætlun Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar að umtalsefni í grein og viðtali í Fréttablaðinu í vikunni. Þar gera þau bæði athugasemdir við að meirihlutinn er ekki tilbúinn að hafa forgöngu um að hækka framfærslustyrki til einstaklinga á fjárhagsaðstoð. Í þessu sambandi vil ég sem formaður Velferðarráðs borgarinnar benda á það að Reykjavík er langstærst sveitarfélaga og við ákvörðun grunnfjárhæðar fjárhagsaðstoðar hefur borgin fylgt leiðbeinandi viðmiðum félagsmálaráðuneytisins. Ráðuneytið hefur það hlutverk að leggja heildarlínur fyrir sveitarfélögin varðandi félagsþjónustu og viðmið fjárhæða í þeim efnum. Ráðuneytið hefur enn sem komið er ekki gefið til kynna að það muni leggja til hækkun á framfærslustyrk. Þvert á móti virðast áherslur þess fyrst og fremst liggja í að herða reglur til að lækka kostnað ríkisins, þ.m.t. hvað varðar atvinnuleysisbætur. Tillögur sem nú eru uppi um herðingu reglna munu óhjákvæmilega leiða til útgjaldaaukningar hjá sveitarfélögunum. Það er óásættanlegt að ríkið velti á þennan hátt vandanum yfir á sveitarfélögin, sem nú þegar glíma við að finna leiðir til að mæta auknum álögum ríkisins vegna skattahækkana. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks telur að það sé ekki kostur í þeirri stöðu sem borgin og íbúar hennar standi frammi fyrir núna að hækka skatta enn frekar á íbúana. Þvert á móti eigum við að leita leiða til að styðja við íbúana til að sem flestir geti komist í gegnum vandann af sjálfsdáðum. Jafnframt að tryggja öryggisnetið fyrir þá íbúa borgarinnar sem glíma við mesta erfiðleika vegna efnahagsvandans. Það öryggisnet tryggjum við best til frambúðar með því að sýna ábyrga og trausta fjármálastjórn. Það er skiljanlegt að borgarfulltrúarnir Björk Vilhelmsdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson séu í vanda. Áherslur meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í frumvarpi að fjárhagsáætlun borgarinnar eru skýrar, þær að standa vörð um þjónustu við þá sem mest þurfa á henni að halda. Á meðan standa þeir flokkar sem borgarfulltrúarnir tilheyra, Samfylkingin og Vinstri græn, fyrir tillögum á Alþingi sem fyrir nokkrum árum síðan hefðu talist fáheyrðar af þeim flokkum sem telja sig til félagshyggju. Höfundur er borgarfulltrúi.
Þjóð meðal þjóða Augu heimsins beinast nú að loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn þar sem fram fer fimmtánda aðildarríkjaþing loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. 11. desember 2009 06:00
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun