Innlent

Ökuníðingur yfirheyrður í dag - myndband

Maður á stórum jeppa gekk berserksgang á götum Reykjavíkur í gærkvöldi og ók hann meðal annars á dyr slökkvistöðvarinnar í Skógarhlíð. Maðurinn hafði áður hringt á Fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis og hótað að skaða lögreglumenn sem yrðu á vegi hans.

Eftir símtalið virðist maðurinn hafa ekið að slökkvistöðinni í Skógarhlíð og þar reyndi hann að keyra í gegnum allar útkeyrsludyr slökkviliðsins. Lögreglumenn sem komu aðvífandi áttu fótum fjör að launa þegar maðurinn keyrði á bíl þeirra. Þá hófst eftirför sem lauk við planið fyrir aftan lögreglustöðina á Hverfisgötu rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi.

Hann hafði þá stórskemmt lögreglubíl sem hann keyrði á, auk þess sem hann hafði gert tilraun til að keyra inn í fjarskiptamiðstöð lögreglunnar við Skógarhlíð. Á leiðinni ók maðurinn á fólksbíl. Sjúkrabíll reyndi að stöðva manninn með því að keyra á hann en án árangurs. Maðurinn var loks handtekinn á planinu aftan við lögreglustöðina á Hverfisgötu. Hann var óvopnaður og talinn lítið sem ekkert slasaður. Einn lögreglumaður hlaut minni háttar meiðsl í æsingnum. Maðurinn er nú vistaður í fangageymslum og verður yfirheyrður í dag.

Hægt er að horfa á myndbandi frá því í gærkvöldi með þessari frétt.


Tengdar fréttir

Keyrði á lögreglubíl og slökkiviliðsstöðina í Skógarhlíð

Eltingarleik lögreglu við mann á svörtum Cherokee jeppa lauk við planið fyrir aftan lögreglustöðina á Hverfisgötu fyrir um 40 mínútum síðan. Hann hafði þá stórskemmt lögreglubíl sem hann keyrði á, auk þess sem hann hafði gert tilraun til að keyra inn í samskiptamiðstöð lögreglunnar við Skógarhlíð 16.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×