Háværum kröfum um útboð ekki sinnt 28. september 2009 03:15 Enn var hætt við útboð á tölvuþjónustu á vegum bæjarins. Tölvunarfræðingur gagnrýnir ákvörðunina harðlega og sakar meirihlutann um að fela kostnað. fréttablaðið/gva Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum á þriðjudag, með atkvæðum meirihlutans, að fara ekki í útboð á tölvuþjónustu bæjarins. Þess í stað var samningur við fyrirtækið T. Þ. SecureStore framlengdur, en það er í eigu Bjarna Ármannssonar og Arnar Gunnarssonar. Örn er sonur Gunnar Sigurðssonar, forseta bæjarstjórnar. Gísli S. Einarsson bæjarstjóri segir bæinn hafa sparað tvær til 2,5 milljónir króna með því að fara þessa leið, en það sé kostnaðurinn við útboð. Könnun hafi sýnt að aðrir væru ekki tilbúnir að greiða lægra verð en SecureStore. Bæjarráð samdi við fyrirtækið í fyrra, en þá hafði það hætt við útboð. Á fundi sínum 30. júní síðastliðinn fól ráðið bæjarstjóra að undirbúa útboð á tölvuþjónustu. Á næsta fundi þar á eftir var honum einnig falið að leita eftir afslætti á öllum fyrirliggjandi samningum. Samningaviðræður við fyrirtækið leiddu til 25 prósenta lækkunar á samningnum og Gísli segist sannfærður um að það sé hagstæðast fyrir bæjarfélagið. Eyjólfur R. Stefánsson, tölvunarfræðingur á Akranesi, kærði ákvörðunina í fyrra til samgönguráðuneytisins. Ráðuneytið úrskurðaði að ákvörðunin um að falla frá útboði þá hefði ekki verið ólögmæt. Hins vegar hafi stjórnsýsla Akraneskaupstaðar ekki verið án annmarka. Ráðuneytið brýndi fyrir sveitarfélaginu „enn og aftur að gæta að bæði skráðum sem óskráðum reglum stjórnsýsluréttarins við stjórnsýslu sína“. Eyjólfur segist mjög ósáttur við niðurstöðu bæjarstjórnar nú. Hann segir meirihlutann beita blekkingum; látið sé sem kostnaður við samninginn sé um sex milljónir króna. Raunin sé sú að þar sé bara tekið til hýsingar og afritunar, sem sé brot af heildarkostnaðinum sem nemi um þrjátíu milljónum króna. „Mér er því algerlega misboðið hvernig meirihluti bæjarstjórnar beitir enn á ný blekkingum og útúrsnúningum til að ganga frá eins umdeildum samningi og þessum. Ljóst er að í sambærilegum útboðum hefur kostnaðarlegur ávinningur náðst og ekki síst í ljósi þeirrar stöðu sem er í þjóðfélaginu þá ætti ekki síður að vera hægt að gera hagstæða samninga. Skýtur það því svolítið skökku við þegar mikill niðurskurður er á öllum sviðum bæjarfélagsins að þá skuli farið eins kæruleysislega með fjármuni bæjarsjóðs eins og gert er í þessu máli.“ kolbeinn@frettabladid.is gísli S. einarsson Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira
Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum á þriðjudag, með atkvæðum meirihlutans, að fara ekki í útboð á tölvuþjónustu bæjarins. Þess í stað var samningur við fyrirtækið T. Þ. SecureStore framlengdur, en það er í eigu Bjarna Ármannssonar og Arnar Gunnarssonar. Örn er sonur Gunnar Sigurðssonar, forseta bæjarstjórnar. Gísli S. Einarsson bæjarstjóri segir bæinn hafa sparað tvær til 2,5 milljónir króna með því að fara þessa leið, en það sé kostnaðurinn við útboð. Könnun hafi sýnt að aðrir væru ekki tilbúnir að greiða lægra verð en SecureStore. Bæjarráð samdi við fyrirtækið í fyrra, en þá hafði það hætt við útboð. Á fundi sínum 30. júní síðastliðinn fól ráðið bæjarstjóra að undirbúa útboð á tölvuþjónustu. Á næsta fundi þar á eftir var honum einnig falið að leita eftir afslætti á öllum fyrirliggjandi samningum. Samningaviðræður við fyrirtækið leiddu til 25 prósenta lækkunar á samningnum og Gísli segist sannfærður um að það sé hagstæðast fyrir bæjarfélagið. Eyjólfur R. Stefánsson, tölvunarfræðingur á Akranesi, kærði ákvörðunina í fyrra til samgönguráðuneytisins. Ráðuneytið úrskurðaði að ákvörðunin um að falla frá útboði þá hefði ekki verið ólögmæt. Hins vegar hafi stjórnsýsla Akraneskaupstaðar ekki verið án annmarka. Ráðuneytið brýndi fyrir sveitarfélaginu „enn og aftur að gæta að bæði skráðum sem óskráðum reglum stjórnsýsluréttarins við stjórnsýslu sína“. Eyjólfur segist mjög ósáttur við niðurstöðu bæjarstjórnar nú. Hann segir meirihlutann beita blekkingum; látið sé sem kostnaður við samninginn sé um sex milljónir króna. Raunin sé sú að þar sé bara tekið til hýsingar og afritunar, sem sé brot af heildarkostnaðinum sem nemi um þrjátíu milljónum króna. „Mér er því algerlega misboðið hvernig meirihluti bæjarstjórnar beitir enn á ný blekkingum og útúrsnúningum til að ganga frá eins umdeildum samningi og þessum. Ljóst er að í sambærilegum útboðum hefur kostnaðarlegur ávinningur náðst og ekki síst í ljósi þeirrar stöðu sem er í þjóðfélaginu þá ætti ekki síður að vera hægt að gera hagstæða samninga. Skýtur það því svolítið skökku við þegar mikill niðurskurður er á öllum sviðum bæjarfélagsins að þá skuli farið eins kæruleysislega með fjármuni bæjarsjóðs eins og gert er í þessu máli.“ kolbeinn@frettabladid.is gísli S. einarsson
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira