Írar nú sáttari við Lissabon-sáttmálann 28. september 2009 04:30 Kosningaspjald á ljósastaur í Dublin, þar sem Írar eru hvattir til þess að hafna Lissabon-sáttmálanum. nordicphotos/AFP Örlög Lissabon-sáttmála Evrópusambandsins ráðast í þjóðaratkvæðagreiðslu á Írlandi næsta föstudag. Samkvæmt skoðanakönnun, sem birt var fyrir helgi, eru góðar líkur til þess að samningurinn verði samþykktur. Ráðamenn Evrópusambandsins geta þá andað léttar, því þessi sami samningur var felldur í júní á síðasta ári á Írlandi. Sú niðurstaða olli miklu uppnámi í Evrópusambandinu og varð til þess að tefja enn frekar þær breytingar á sambandinu, sem Lissabon-sáttmálinn kveður á um. Samkvæmt skoðanakönnun TNS styðja 48 prósent Íra samninginn núna, 31 prósent eru andvíg en 19 prósent óákveðin. Staðan var svipuð þegar síðasta könnun var gerð fyrir þremur vikum, þegar eiginleg kosningabarátta hófst. Ef óákveðnum er sleppt, þá eru 59 prósent fylgjandi samningnum, en 41 prósent andvíg. Samningurinn, sem nú verður kosið um, er þó ekki nákvæmlega sá sami og Írar felldu fyrir rúmu ári. Nokkrum viðaukum hefur verið bætt við hann til að koma til móts við gagnrýni Íra. Meðal annars var samþykkt að Írland og önnur smærri aðildarríki Evrópusambandsins fái áfram að eiga fulltrúa í framkvæmdastjórn sambandsins, en fyrirhugaðar breytingar á því fyrirkomulagi voru líklega það sem helst gerðu útslagið um að Írar felldu samninginn í fyrra. Einnig er fallist á að Írar fái áfram að ráða því hvernig þátttöku írska hersins í aðgerðum á vegum ESB verður háttað. Írar fá einnig að ráða eigin skattamálum áfram og þurfa ekki að lúta niðurstöðum evrópsks dómstóls um fóstureyðingar. Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna undirrituðu Lissabon-sáttmálann í desember árið 2007, og átti hann að koma í staðinn fyrir stjórnarskrársáttmála sambandsins, sem ekkert varð úr vegna andstöðu Frakka og Hollendinga árið 2005. Lissabon-sáttmálinn gengur ekki eins langt og stjórnarskrársáttmálinn, en báðir ganga út á að endurbæta stofnanakerfi og starf Evrópusambandsins og aðlaga það þeirri miklu fjölgun aðildarríkjanna sem orðið hefur undanfarin ár. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Sjá meira
Örlög Lissabon-sáttmála Evrópusambandsins ráðast í þjóðaratkvæðagreiðslu á Írlandi næsta föstudag. Samkvæmt skoðanakönnun, sem birt var fyrir helgi, eru góðar líkur til þess að samningurinn verði samþykktur. Ráðamenn Evrópusambandsins geta þá andað léttar, því þessi sami samningur var felldur í júní á síðasta ári á Írlandi. Sú niðurstaða olli miklu uppnámi í Evrópusambandinu og varð til þess að tefja enn frekar þær breytingar á sambandinu, sem Lissabon-sáttmálinn kveður á um. Samkvæmt skoðanakönnun TNS styðja 48 prósent Íra samninginn núna, 31 prósent eru andvíg en 19 prósent óákveðin. Staðan var svipuð þegar síðasta könnun var gerð fyrir þremur vikum, þegar eiginleg kosningabarátta hófst. Ef óákveðnum er sleppt, þá eru 59 prósent fylgjandi samningnum, en 41 prósent andvíg. Samningurinn, sem nú verður kosið um, er þó ekki nákvæmlega sá sami og Írar felldu fyrir rúmu ári. Nokkrum viðaukum hefur verið bætt við hann til að koma til móts við gagnrýni Íra. Meðal annars var samþykkt að Írland og önnur smærri aðildarríki Evrópusambandsins fái áfram að eiga fulltrúa í framkvæmdastjórn sambandsins, en fyrirhugaðar breytingar á því fyrirkomulagi voru líklega það sem helst gerðu útslagið um að Írar felldu samninginn í fyrra. Einnig er fallist á að Írar fái áfram að ráða því hvernig þátttöku írska hersins í aðgerðum á vegum ESB verður háttað. Írar fá einnig að ráða eigin skattamálum áfram og þurfa ekki að lúta niðurstöðum evrópsks dómstóls um fóstureyðingar. Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna undirrituðu Lissabon-sáttmálann í desember árið 2007, og átti hann að koma í staðinn fyrir stjórnarskrársáttmála sambandsins, sem ekkert varð úr vegna andstöðu Frakka og Hollendinga árið 2005. Lissabon-sáttmálinn gengur ekki eins langt og stjórnarskrársáttmálinn, en báðir ganga út á að endurbæta stofnanakerfi og starf Evrópusambandsins og aðlaga það þeirri miklu fjölgun aðildarríkjanna sem orðið hefur undanfarin ár. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Sjá meira