Innlent

Meintur morðingi á Litla Hrauni

„Það er ekkert hægt að gefa upp að svo stöddu," segir yfirlögregluþjónninn Friðrik Smári Björgvinsson varðandi rannsóknina á morði sem var framið í Dalshrauni að kvöldi mánudagsins.

Þá var rúmlega þrítugur maður myrtur en hann var laminn til dauða með óþekktu vopni. Bjarki Freyr Sigurgeirsson var handtekinn í kjölfarið en hann bankaði upp á hjá nágranna sínum alblóðugur. Fórnalambið fannst í herbergi Bjarka á Dalshrauni.

Lýsingar sjónarvottsins eru óhugnanlegar en líkið var afar illa farið eftir barsmíðar. Sjálfur lýsti sjónarvotturinn Bjarka sem pollrólegum þegar hann óskaði eftir aðstoð hans. Sjálfur hringdi sjónarvotturinn beint í lögregluna sem kom á vettvang og handtók Bjarka.

Það var svo síðdegis í gær sem Bjarki var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 1. september.

Að sögn Friðriks dvelur Bjarki nú á Litla - Hrauni og verður yfirheyrður eftir því sem rannsókninni vindur áfram. Ekki liggur fyrir hvort hann hafi játað verknaðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×