Innlent

Gott skíðafæri víða á landinu

Frá skíðasvæðinu í Bláfjöllum.
Frá skíðasvæðinu í Bláfjöllum.

Í dag er fyrsti opnunardagur í Bláfjöllum á þessu ári. Þar er ágætis veður, þriggja stiga hiti og frábært skyggni. Opið verður til klukkan fimm. Í Hlíðarfjalli á Akureyri verður opið í dag til klukkan fjögur. Skíðafærið er troðinn þurr snjór, með besta móti.

Það er nægur og góður snjór á skíðasvæðinu í Tindastól og færið er gott. Þar verður opið til klukkan fjögur. Þá verður opið á skíðasvæðinu á Siglufirði frá klukkan ellefu til fimm.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×