Innlent

Geir tjáir sig ekki um aðkomu Íslands að neyðarsjóði ESB

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Geir Haarde forsætisráðherra.
Geir Haarde forsætisráðherra.

Geir Haarde forsætisráðherra vildi ekki tjá sig um ósk íslenskra stjórnvalda eftir framlagi úr nýstofnuðum neyðarsjóði Evrópusambandsins sem ætlað er að aðstoða aðildarríki ESB og nágrannalönd vegna vandræða í fjármálakreppunni.

Fjallað er um neyðarsjóðinn á vef breska blaðsins Times í dag. Þar segir að sjóðurinn hafi um 25 milljarða evra til ráðstöfunar sem samsvari tæplega 4 þúsund milljörðum króna. Auk Íslands hafi Ungverjaland sótt um lán frá neyðarsjóðnum en áætlun IMF og stjórnvalda Ungverjalands bíði samþykkis í Washington líkt og áætlun Íslands.

Geir sagðist ekki hafa lesið greinina á vef Times og gæti því ekki tjáð sig um hana.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×