Innlent

Tekið á móti forsetahjónunum í Skagafirði

Forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff hófu í morgun opinbera heimsókn sína til Skagafjarðar.

Heimsóknin hófst með því að með því að sýslumaður og fulltrúar sveitarfélaga í sýslunni tóku á móti forsetahjónunum og í kjölfarið rekur hver viðburðurinn annan þar sem forsetahjónin taka hús á ungum sem öldnum í Skagafirði gervöllum.

Heimsóknin stendur í tvo daga en hámnarki nær hún í kvöld með viðamikilli fjölskylduhátíð í íþróttahúsinu á Sauðárkróki þar sem allir íbúar svæðisins eru boðnir velkomnir. Þar flytur forseti ávarp og afhendir Hvatningu til ungra Íslendinga en auk þess bjóða heimamenn upp á viðamikla dagskrá þar sem kórsöngur og annar tónlistarflutningur ungra sem aldinna skipar veglegan sess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×