Innlent

Ökumaður slapp ómeiddur úr bílveltu

Ökumaður , sem var einn í bíl sínum, slapp ómeiddur þegar bíllinn valt heila veltu út af veginum í Reykholtsdal í gærkvöldi og hafnaði aftur á hjólunum.

Bíllinn var hinsvegar óökufær. Þá stöðvaði lögreglan í Borgarnesi þó nokkra ökumenn fyrir hraðakstur á Vesturlandsvegi og mældist sá, sem hraðast fór, á 150 kílómetra hraða. Hann fær 130 þúsund króna sekt og tvo punkta í ökuferilsskránna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×