Innlent

Segist eiga hljóðritun af samtalinu við Þorgerði

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Alf Skjeseth, blaðamaður Klassekampen, þvertekur fyrir það að hafa haft rangt eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur þegar þau ræddu um peningamál Íslendinga. Hún hafi vissulega fullyrt að hún sæi enga aðra lausn en inngöngu í Evrópusambandið. Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, fullyrðir á vefsíðu sinni að Skjeseth hafi sagt þetta í samtali við sig. Skjeseth fullyrði jafnframt að hann eigi hljóðritun af samtalinu við Þorgerði.

„Einmitt núna vil ég sjá lausn í peningamálum. Og í dag sé ég enga lausn utan Evrópusambandsins," hefur Skjeseth beint eftir Þorgerði. Hann stendur fast á þeirri fullyrðingu sinni að þetta hafi Þorgerður sagt.

Í samtali við Vísi í gær, mánudag, sagðist Þorgerður aldrei hafa sagt í samtali við Skjeseth að Evrópusambandið væri eini möguleiki Íslendinga. Hún hafi hins vegar sagt að Íslendingar ættu að fara í aðildarviðræður.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×