Lífið

Eurobandið lifir nánast á klúbbsamlokum

Örlygur Smári er kominn með ógeð á klúbbsamlokunum.

"Maturinn hérna er fínn. Við höfum farið í nokkur skipti niður í bæ að borða og fengið frábæran mat. Við höfum samt þurft að borða frekar oft hérna á hótelinu og þá neyðst til að grípa í klúbbsamlokuna," segir Örlygur Smári lagahöfundur framlags Íslands til Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva This Is My Life þegar Visir forvitnaðist um mataræði íslenska hópsins snemma í morgun.

"Klúbbsamlokan þótti ágæt í byrjun en eftir 10 daga. Já ég segi ekki meir. Annars þykir manni orðið bara heimilislegt að heyra þjónana segja í hvert skipti með nettum Borathreim: Club sandwich, very good!" segir Örlygur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.