Innlent

Sáttur við vinnubrögð lögreglu við Ráðherrabústaðinn

Björn Bjarnason.
Björn Bjarnason.

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, er ánægður með viðbrögð lögreglu við Ráðherrabústaðinn í morgun þegar á annað hundrað mótmælenda komu saman og reyndu að varna því að ráðherrar kæmust á ríkisstjórnarfund.

Lögreglan mælti með því að ráðherrar færu inn í garð bústaðarins frá Suðurgötu og þaðan inn um eldhúsinnganginn, samkvæmt Birni.

Það fór ekki á milli mála hver skoðun mótmælendanna var. Þeir söngluðu hástöfum að ráðherrum, kröfðust afsagnar ríkisstjórnar og Seðlabankastjóra.

Lögregla var með mikinn viðbúnað og er áætlað að 60-70 lögreglumenn hafi verið utan við Ráðherrabústaðinn. Nokkrir úr hópi mótmælenda reyndu nokkrum sinnum að fara inn á öryggissvæði, sem lögreglan hafði skilgreint framan við húsið. Lögreglumenn tóku á móti og kom til nokkurra stympinga.

,,Aðgerðasinnar voru horfnir af vettvangi, þegar ríkisstjórnarfundinum lauk. Lögregla hélt vel á málum og enginn var handtekinn," segir Björn á heimasíðu sinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×