Lífið

Pete sleppt snemma úr fangelsi

Pete Doherty verður sleppt úr fangelsi á þriðjudag, eftir að hafa afplánað einn þriðja af dómi sínum. Rokkarinn var dæmdur til fjórtán vikna fangelsisvistar í byrjun apríl fyrir að hunsa ítrekað fyrirskipanir dómara um að mæta í lyfjapróf. Dómurinn var hinsvegar styttur um helming, og að auki dregnir frá átján dagar vegna aðgerða breskra stjórnvalda til að fækka föngum.

Pete ætlar að sögn vina hans að halda upp á nýfengið frelsi með því að fara á þriggja daga fyllerí.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.