Minnihlutinn skorar á meirihlutann í hjólreiðakeppni 2. maí 2008 16:09 Dofri Hermannsson Betri helmingurinn, lið sameinaðs minnihluta í borgarstjórn í keppninni "Hjólað í vinnuna", skorar hér með á borgarstjórnarmeirihlutann að keppa um það hvort lið hjólar fleiri daga og fleiri kílómetra í vinnuna á meðan á átakinu "Hjólað í vinnuna" stendur. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Dofri Hermannsson varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar sendi frá sér. „Svo skemmtilega vill til að nákvæmlega 15 borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar eru í hvoru liði og því er fræðilega jafnt á með þeim komið. Við, sem í allri hógværð köllum okkur Betri helminginn, teljum hins vegar að vegna líkamlegs atgerfis, ástar á útivist og hreyfingu og djúprar sannfæringar fyrir ágæti hjólhestsins sem samgöngutækis munum við bæði mæta fleiri daga á hjóli til vinnu og auk þess hjóla talsvert fleiri kílómetra en hinn helmingur borgarstjórnarinnar. Svo keppnin geti orðið örlítið meira spennandi viljum við þó gjarna gera allt sem í okkar valdi stendur til að auka vinningslíkur hins liðsins. Við munum því bjóða þeim ókeypis tilsögn í hjólreiðum kl. 12 á hádegi þriðjudaginn 6. maí. Farið verður yfir helstu atriði hjólreiðalistarinnar s.s. listina að halda jafnvægi, hvernig hægt er að taka skart af stað, um mikilvægi þess að horfa fram á veginn og síðast en ekki síst að meta það hvenær tímabært er að taka í bremsurnar svo ekki fari illa. Það er von okkar að hinn helmingurinn taki áskorun Betri helmingsins af jákvæðni og krafti jafnvel þótt ekki sé minnst á þetta sérstaklega í hinum ítarlega málefnasamningi meirihlutans. Betri helmingurinn bendir á að það er fátt jafn gott til að byggja upp góðan liðsanda eins og skemmtileg keppni (jafnvel þótt hún tapist). Hjólreiðar til og frá vinnu hafa líka þann einstaka kost að það skiptir engu máli hvað dagurinn hefur verið erfiður í vinnunni - eftir nokkra kílómetra er allt stress fokið út í veður og vind og manni er því sem næst sama hver verður næsti borgarstjóri." Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Fleiri fréttir Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Sjá meira
Betri helmingurinn, lið sameinaðs minnihluta í borgarstjórn í keppninni "Hjólað í vinnuna", skorar hér með á borgarstjórnarmeirihlutann að keppa um það hvort lið hjólar fleiri daga og fleiri kílómetra í vinnuna á meðan á átakinu "Hjólað í vinnuna" stendur. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Dofri Hermannsson varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar sendi frá sér. „Svo skemmtilega vill til að nákvæmlega 15 borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar eru í hvoru liði og því er fræðilega jafnt á með þeim komið. Við, sem í allri hógværð köllum okkur Betri helminginn, teljum hins vegar að vegna líkamlegs atgerfis, ástar á útivist og hreyfingu og djúprar sannfæringar fyrir ágæti hjólhestsins sem samgöngutækis munum við bæði mæta fleiri daga á hjóli til vinnu og auk þess hjóla talsvert fleiri kílómetra en hinn helmingur borgarstjórnarinnar. Svo keppnin geti orðið örlítið meira spennandi viljum við þó gjarna gera allt sem í okkar valdi stendur til að auka vinningslíkur hins liðsins. Við munum því bjóða þeim ókeypis tilsögn í hjólreiðum kl. 12 á hádegi þriðjudaginn 6. maí. Farið verður yfir helstu atriði hjólreiðalistarinnar s.s. listina að halda jafnvægi, hvernig hægt er að taka skart af stað, um mikilvægi þess að horfa fram á veginn og síðast en ekki síst að meta það hvenær tímabært er að taka í bremsurnar svo ekki fari illa. Það er von okkar að hinn helmingurinn taki áskorun Betri helmingsins af jákvæðni og krafti jafnvel þótt ekki sé minnst á þetta sérstaklega í hinum ítarlega málefnasamningi meirihlutans. Betri helmingurinn bendir á að það er fátt jafn gott til að byggja upp góðan liðsanda eins og skemmtileg keppni (jafnvel þótt hún tapist). Hjólreiðar til og frá vinnu hafa líka þann einstaka kost að það skiptir engu máli hvað dagurinn hefur verið erfiður í vinnunni - eftir nokkra kílómetra er allt stress fokið út í veður og vind og manni er því sem næst sama hver verður næsti borgarstjóri."
Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Fleiri fréttir Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Sjá meira