Minnihlutinn skorar á meirihlutann í hjólreiðakeppni 2. maí 2008 16:09 Dofri Hermannsson Betri helmingurinn, lið sameinaðs minnihluta í borgarstjórn í keppninni "Hjólað í vinnuna", skorar hér með á borgarstjórnarmeirihlutann að keppa um það hvort lið hjólar fleiri daga og fleiri kílómetra í vinnuna á meðan á átakinu "Hjólað í vinnuna" stendur. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Dofri Hermannsson varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar sendi frá sér. „Svo skemmtilega vill til að nákvæmlega 15 borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar eru í hvoru liði og því er fræðilega jafnt á með þeim komið. Við, sem í allri hógværð köllum okkur Betri helminginn, teljum hins vegar að vegna líkamlegs atgerfis, ástar á útivist og hreyfingu og djúprar sannfæringar fyrir ágæti hjólhestsins sem samgöngutækis munum við bæði mæta fleiri daga á hjóli til vinnu og auk þess hjóla talsvert fleiri kílómetra en hinn helmingur borgarstjórnarinnar. Svo keppnin geti orðið örlítið meira spennandi viljum við þó gjarna gera allt sem í okkar valdi stendur til að auka vinningslíkur hins liðsins. Við munum því bjóða þeim ókeypis tilsögn í hjólreiðum kl. 12 á hádegi þriðjudaginn 6. maí. Farið verður yfir helstu atriði hjólreiðalistarinnar s.s. listina að halda jafnvægi, hvernig hægt er að taka skart af stað, um mikilvægi þess að horfa fram á veginn og síðast en ekki síst að meta það hvenær tímabært er að taka í bremsurnar svo ekki fari illa. Það er von okkar að hinn helmingurinn taki áskorun Betri helmingsins af jákvæðni og krafti jafnvel þótt ekki sé minnst á þetta sérstaklega í hinum ítarlega málefnasamningi meirihlutans. Betri helmingurinn bendir á að það er fátt jafn gott til að byggja upp góðan liðsanda eins og skemmtileg keppni (jafnvel þótt hún tapist). Hjólreiðar til og frá vinnu hafa líka þann einstaka kost að það skiptir engu máli hvað dagurinn hefur verið erfiður í vinnunni - eftir nokkra kílómetra er allt stress fokið út í veður og vind og manni er því sem næst sama hver verður næsti borgarstjóri." Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Sjá meira
Betri helmingurinn, lið sameinaðs minnihluta í borgarstjórn í keppninni "Hjólað í vinnuna", skorar hér með á borgarstjórnarmeirihlutann að keppa um það hvort lið hjólar fleiri daga og fleiri kílómetra í vinnuna á meðan á átakinu "Hjólað í vinnuna" stendur. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Dofri Hermannsson varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar sendi frá sér. „Svo skemmtilega vill til að nákvæmlega 15 borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar eru í hvoru liði og því er fræðilega jafnt á með þeim komið. Við, sem í allri hógværð köllum okkur Betri helminginn, teljum hins vegar að vegna líkamlegs atgerfis, ástar á útivist og hreyfingu og djúprar sannfæringar fyrir ágæti hjólhestsins sem samgöngutækis munum við bæði mæta fleiri daga á hjóli til vinnu og auk þess hjóla talsvert fleiri kílómetra en hinn helmingur borgarstjórnarinnar. Svo keppnin geti orðið örlítið meira spennandi viljum við þó gjarna gera allt sem í okkar valdi stendur til að auka vinningslíkur hins liðsins. Við munum því bjóða þeim ókeypis tilsögn í hjólreiðum kl. 12 á hádegi þriðjudaginn 6. maí. Farið verður yfir helstu atriði hjólreiðalistarinnar s.s. listina að halda jafnvægi, hvernig hægt er að taka skart af stað, um mikilvægi þess að horfa fram á veginn og síðast en ekki síst að meta það hvenær tímabært er að taka í bremsurnar svo ekki fari illa. Það er von okkar að hinn helmingurinn taki áskorun Betri helmingsins af jákvæðni og krafti jafnvel þótt ekki sé minnst á þetta sérstaklega í hinum ítarlega málefnasamningi meirihlutans. Betri helmingurinn bendir á að það er fátt jafn gott til að byggja upp góðan liðsanda eins og skemmtileg keppni (jafnvel þótt hún tapist). Hjólreiðar til og frá vinnu hafa líka þann einstaka kost að það skiptir engu máli hvað dagurinn hefur verið erfiður í vinnunni - eftir nokkra kílómetra er allt stress fokið út í veður og vind og manni er því sem næst sama hver verður næsti borgarstjóri."
Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Sjá meira