Lífið

Heather Mills vill ekki verða kynlífstákn

Heather Mills fyrrum eiginkona Paul MCartney hefur hafnað tilboði frá verslunarkeðju með kynlífstæki um að verða andlit keðjunnar. Um er að ræða "Private Shops" sem er stærsta verslsunarkeðja sinnar tegundar í Bretlandi.

Talsmaður Private Shops segir að þeir hafi vilja sterka konu í þetta hlutverk og að Mills hefði verið fullkomin. Það spillir heldur ekki fyrir að Mills á sér fortíð sem klámmyndastjarna.

Mills fékk tilboð upp á 2.000 pund í daglaun eða samtals 100.000 pund sem eru um 15 milljónir k. fyrir að koma fram í auglýsingum klædd djörfum klæðnaði frá Private Shops.

Mills hafnaði þessu tilboði þar sem henni þótti sem starfið samræmdist ekki við þá framtíð sem hún ætlar ferli sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.