Lífið

Jennifer kærir sig ekki um barnapíu

Jennifer Lopez og Marc Anthony. MYND/HBO.
Jennifer Lopez og Marc Anthony. MYND/HBO.

Eiginmaður Jennifer Lopez, Marc Anthony sem eignaðist með henni tvíburana, Max og Emmu, 22. febrúar síðastliðinn fór fögrum orðum um eiginkonu sína í vinsælum útvarpsþætti vestan hafs.

„Hún er ótrúleg móðir. Ég er svo stoltur af Jennifer. Það er yndislegt að fylgjast með henni," sagði Marc.

„Við erum bæði að aðlagast nýjum aðstæðum og njótum þess í botn. Börnin okkar eru mikil blessun."

Að sögn Marcs ætlast Jennifer til að hann komi á móts við hana við uppeldi tvíburanna. „Ég tek kvöldvaktirnar sem byrja klukkan tíu. Við sjáum jú alfarið um þetta. Bara ég og Jennifer. Við réðum enga barnapíu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.