Lífið

Frábær frumsýningarhelgi The Dark Knight

Frumsýningarhelgi The Dark Knight lauk með þvi að myndin sló met Spiderman 3 frá því í fyrra yfir aðsóknarmestu opnunarhelgi sögunnar.

Helgin skilaði 155.34 milljónum dollara í kassann hjá Warner Brothers en fyrra metið var 151.1.

Inn í þetta spilar reyndar að miðaverð hefur hækkað í Bandaríkjunum og því borguðu rétt aðeins fleiri inn á Spiderman í fyrra en á Dark Knight um þessa helgi.

Þegar einn af aðalleikurum myndarinnar, Heath Ledger, lést hafði hann nýlokið við gerð myndarinnar þar sem hann lék Jókerinn.

Talið er að fráfall leikarans og ekki síður góð frammistaða hans í myndinni hafi mikil áhrif á aðsóknina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.