Innlent

Tveggja mánaða fangelsi fyrir árás á fyrrverandi eiginkonu

Hæstiréttur hefur staðfest tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm yfir karlmanni sem var dæmdur fyrir líkamsárás gagnvart fyrrverandi eiginkonu sinni á heimili þeirra beggja í desember desember í fyrra.

Samkvæmt ákæru sló maðurinn konuna ítrekuðum hnefahöggum í höfuð og andlit og sparkaði í líkama hennar, með þeim afleiðingum að hún hlaut opið sár og mar á augnlok og augnsvæði hægra megin. Auk þess hlaut hún marga áverka á höfði, hálsi, hægri upphandlegg, öxl og vinstra læri.

Maðurinn neitaði sök. Hann játaði að til átaka hafi komið á milli hans og konunnar, en taldi að um slagsmál hefði verið að ræða og hefði hún átt upptökin að þeim, með því að slá hann. Hann sagðist efast um að áverkar þeir sem konan hlaut og læknisvottorð sagði til um, hafi verið af hans völdum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×