Lífið

Benedikt vill stofna Yoga-stöð í Dover

Það fór vart framhjá mörgum að sundgarpurinn Benedikt Lafleur þurfti að hætta við tilraun sína til að synda yfir Ermasundið síðdegis í gær eftir tíu tíma erfitt sund í vondu veðri. En þó Benedikt hafi þurft að hverfa frá þessari þriðju tilraun sinni var ýmislegt á ferðinni að græða. Benedikt er orðinn hugfanginn af Dover, þar sem hann hóf sundið, og segist vel geta hugsað sér að vera með annan fótinn þar í framtíðinni.

Benedikt segir Dover óplægðan akur í ferðamennsku. Inni í myndinni sé jafnvel að stofna þar Sahaja Yoga stöð, eða sjósundstengda ferðamennsku. Sjálfur er hann hvergi nærri hættur sjósundinu. „Sjósundið er baktería sem er erfitt að drepa alveg," segir Benedikt, sem útilokar alls ekki að reyna aftur við Ermarsundið. „Kannski tekst þetta næst."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.