Lífið

Stjörnublaðamaður til liðs við Mosfellsbæ

Sigríður Dögg Auðunsdóttir.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir.

Sigríður Dögg Auðunsdóttir hefur verið ráðin í nýtt starf forstöðumanns kynningarmála hjá Mosfellsbæ. Undanfarin tíu ár hefur hún starfað við fjölmiðla, meðal annars sem ritstjóri Krónikunnar og aðstoðarritstjóri DV. Hún hlaut rannsóknarblaðamannaverðlun Blaðamannafélags Íslands fyrir tveimur árum.

Meginhlutverk hennar hjá Mosfellsbæ verður að efla jákvæða ímynd og sýnileika Mosfellsbæjar jafnt út á við sem innan bæjarfélagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mosfellsbæ.

„Ég bind miklar vonir við þetta nýja starf enda er mikilvægt fyrir starfsemi sveitarfélaga að efla upplýsingamiðlun í anda opinnar og gagnsærrar stjórnsýslu og jafnframt að styrkja þannig tengsl við almenning. Ég er ánægður með að fá jafn reynslumikla og hæfa konu til starfa og Sigríði Dögg," segir Haraldur Sverrisson bæjarstjóri.

Sigríður Dögg er fædd árið 1972 og hefur starfað í tíu ár við fjölmiðla, lengst af sem blaðamaður. Hún hóf feril sinn sem blaðamaður á Morgunblaðinu og var á þriðja ár blaðamaður á Fréttablaðinu. Hún var stofnandi og ritstjóri Krónikunnar og aðstoðarritstjóri DV. Sigríður Dögg vann í þrjú ár sem fjölmiðlaráðgjafi hjá stóru almannatengslafyrirtæki í London. Blaðamannafélag Íslands verðlaunaði hana sem rannsóknarblaðamann ársins árið 2006 fyrir fréttir sínar um tölvupóstamálið svokallaða og greinaflokk sinn um einkavæðingu bankanna. Árið áður var hún tilnefnd til blaðamannaverðlauna ársins fyrir skrif sín.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.