Lífið

Eldheitt ástarsamband eyðilagði einkalífið

Atli Fannar laus og liðugur.
Atli Fannar laus og liðugur.
"Það gengur mjög vel en ég sakna vinnufélaganna á 24stundum. Ég vann þar í tvö og hálft ár og hef séð marga samstarfsmenn koma og fara. En það er ógeðslega gaman hér á Monitor. Allt annað tempó. Öðruvísi stress en alls ekki minna. Meiri pressa því það er ekki á hverjum degi sem þarf að senda blað í prentun heldur mánaðarlega," svarar Atli Fannar Bjarkason 24 ára sem er nýsestur í ritstjórastól Monitors.

Okkur leikur forvitni á að vita hvort ritstjórinn sé á lausu?

"Já ég er búinn að vera í eldheitu ástarsambandi við vinnuna mína í meira en tvö ár og hún hefur í raun eyðilagt einkalílf mitt. Það er ekkert líf fyrir utan þennan bransa. Mig dreymir að ég sé að vinna og mæti í vinnuna þegar ég vakna. Súrrealískt að vinna bæði í vöku og draumi."

Eru kvenmenn á Monitor?

"Já já það er nóg af skvísum til að tala við hjá Monitor," svarar Atli hlæjandi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.