Hættuleg typpa-Toyota á götum Reykjavíkurborgar 22. júlí 2008 20:52 Þessi Toyota 4runner leikur lausum hala í umferðinni eftir því sem næst verður komist.fréttablaðið/anton „Ég held að þeir sem setja lög og reglur um svona nokkuð hafi hreinlega ekki hugkvæmni til að láta sér detta í hug slíkur möguleiki," segir Sigurður Helgason hjá Útvarpi Umferðarráðs - einn helsti sérfræðingur Íslands í umferðarmálum og umferðaröryggi. Starfsmönnum 365 hnykkti við samhliða því sem sérstæð sjón kallaði fram ákveðna tegund kátínu á mánudag. Jeppa hafði verið lagt í stæði við Skaftahlíð 24 en á húdd hans hafði verið boltað risastórt gúmmítyppi. Um er að ræða Toyota 4runner, kominn til ára sinna en býsna vígalegan þó. Búið að hækka hann upp í 38 tommu dekk, bensínbíll með 2,4 vél. Áður en tókst að ná tali af eigandanum var jeppinn farinn. Sá sem er skráður fyrir bílnum er Birkir Arnar Jónsson sem er rétt rúmlega tvítugur. Hann kannaðist ekki við bílinn svona skreyttan. „Ég er nýbúinn að selja hann. Gerði það um helgina og fór með eigendaskiptablaðið í gær. Nei, ég veit ekki hver keypti," segir Birkir. Hjá Umferðarstofu fengust þær upplýsingar að þangað bærust líklega ekki upplýsingar um nýjan eiganda fyrr en eftir tvo daga. Birkir segist hafa átt bílinn stutt og hafi því ekki bundist honum neinum tilfinningatengslum. Þessi meðferð fer því ekki fyrir brjóstið á honum. „Ég fór eina ferð á honum í Þórsmörk þar sem ég missti hann út af. Grindin brotnaði og ég ætlaði að henda honum en ákvað að selja og fékk fyrir einhvern 75 þúsund kall. Þetta grey var hálf ónýtt þegar ég keypti hann." Á Umferðarstofu er tæknimaður Kristófer Ágúst Kristófersson og hann fletti fram og til baka upp í reglugerðum en komst að því að regluverk um þetta væri mjög loðið og teygjanlegt. Vissulega er bannað að hafa útstæða hluti, sem þessi hlutur vissulega er, á bílum en þá þannig að ef þeir skaga út fyrir og geta valdið mönnum tjóni. Ekki er hægt að segja það um gúmmítyppi þetta og því erfitt að segja hvort þetta er bannað. Sigurður Helgason segir þetta svo vitlaust að engum hafi hugkvæmst að bregðast við svona nokkru. Að bolta það allra heilagasta á húddið: „Þetta byrgir ökumanni ábyggilega sýn ef það er eins og typpið á sumum," segir Sigurður og hlær. Hann telur líklegt að typpið geti orðið til að trufla menn í umferðinni og þar megi margir ekki við miklu. „Margar aftanákeyrslur hafa orðið þegar menn hafa verið að horfa á eitthvað fallegt uppi á gangstétt. Athyglin þarf að vera á umferðinni en ekki því sem tengist náttúrunni svona beint," segir Sigurður sem veit vart hvort hann á að hlæja eða gráta. Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Fleiri fréttir Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Sjá meira
„Ég held að þeir sem setja lög og reglur um svona nokkuð hafi hreinlega ekki hugkvæmni til að láta sér detta í hug slíkur möguleiki," segir Sigurður Helgason hjá Útvarpi Umferðarráðs - einn helsti sérfræðingur Íslands í umferðarmálum og umferðaröryggi. Starfsmönnum 365 hnykkti við samhliða því sem sérstæð sjón kallaði fram ákveðna tegund kátínu á mánudag. Jeppa hafði verið lagt í stæði við Skaftahlíð 24 en á húdd hans hafði verið boltað risastórt gúmmítyppi. Um er að ræða Toyota 4runner, kominn til ára sinna en býsna vígalegan þó. Búið að hækka hann upp í 38 tommu dekk, bensínbíll með 2,4 vél. Áður en tókst að ná tali af eigandanum var jeppinn farinn. Sá sem er skráður fyrir bílnum er Birkir Arnar Jónsson sem er rétt rúmlega tvítugur. Hann kannaðist ekki við bílinn svona skreyttan. „Ég er nýbúinn að selja hann. Gerði það um helgina og fór með eigendaskiptablaðið í gær. Nei, ég veit ekki hver keypti," segir Birkir. Hjá Umferðarstofu fengust þær upplýsingar að þangað bærust líklega ekki upplýsingar um nýjan eiganda fyrr en eftir tvo daga. Birkir segist hafa átt bílinn stutt og hafi því ekki bundist honum neinum tilfinningatengslum. Þessi meðferð fer því ekki fyrir brjóstið á honum. „Ég fór eina ferð á honum í Þórsmörk þar sem ég missti hann út af. Grindin brotnaði og ég ætlaði að henda honum en ákvað að selja og fékk fyrir einhvern 75 þúsund kall. Þetta grey var hálf ónýtt þegar ég keypti hann." Á Umferðarstofu er tæknimaður Kristófer Ágúst Kristófersson og hann fletti fram og til baka upp í reglugerðum en komst að því að regluverk um þetta væri mjög loðið og teygjanlegt. Vissulega er bannað að hafa útstæða hluti, sem þessi hlutur vissulega er, á bílum en þá þannig að ef þeir skaga út fyrir og geta valdið mönnum tjóni. Ekki er hægt að segja það um gúmmítyppi þetta og því erfitt að segja hvort þetta er bannað. Sigurður Helgason segir þetta svo vitlaust að engum hafi hugkvæmst að bregðast við svona nokkru. Að bolta það allra heilagasta á húddið: „Þetta byrgir ökumanni ábyggilega sýn ef það er eins og typpið á sumum," segir Sigurður og hlær. Hann telur líklegt að typpið geti orðið til að trufla menn í umferðinni og þar megi margir ekki við miklu. „Margar aftanákeyrslur hafa orðið þegar menn hafa verið að horfa á eitthvað fallegt uppi á gangstétt. Athyglin þarf að vera á umferðinni en ekki því sem tengist náttúrunni svona beint," segir Sigurður sem veit vart hvort hann á að hlæja eða gráta.
Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Fleiri fréttir Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Sjá meira